Ráðstefna um öldrunarþjónustu framtíðarinnar

Ráðstefnan Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld: Nýsköpun í öldrunarþjónustu og aukin lífsgæði aldraðra verður haldin í Norðurljósasal Hörpu, fimmtudaginn 10.apríl 2025. Ráðstefnan fjallar um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir nú þegar þjóðin er að eldast og hvaða tækifæri og lausnir hægt er að vinna með, sérstaklega lausnir í tengslum við tækniþróun og forvarnir. Ráðstefnan er […]

Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, skrifaði grein um uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi sem birtist á visir.is. Í greininni bendir hann m.a. á að fjölga þurfi hjúkrunarrýmum um 100 á hverju ári næstu fimmtán árin til að mæta vaxandi þörf í breyttu samfélagi og gagnrýnir ríki og sveitarfélög fyrir hægagang þegar kemur að málefnum aldraðra. „Hlutverk hins […]

Þorrablót á Sléttunni

Um þessar mundir er þorranum heilsað með þorrablótum á Hrafnistuheimilunum og þjónustumiðstöðum DAS íbúða. Þorrablótin hafa verið vel sótt og mikið fjör, bæði sungið og hlegið. Þann 24. Janúar s.l. var þorrablót haldið á Sléttunni. Mæting var mjög góð og fullt út úr dyrum. Kokkarnir á Hrafnistu framreiddu hefðbundinn þorramat við mikla ánægju allra. Flutt […]

Nýjar DAS íbúðir á Skógarveginum

Sjómannadagsráð afhenti á síðasta ári tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. […]

Heiðraðir sjómenn á sjómannadegi 2024

Haldið var upp á sjómannadaginn 2024 samkvæmt venju. Dagurinn hófst á minningarathöfn við Fossvogskirkju, þar sem sjómanna sem farist hafa við störf á sjó var minnst. Að þeirri athöfn lokinni var haldið í sjómannamessu í Dómkirkjunni. Síðar um daginn voru sjómenn heiðraðir við hátíðlega athöfn í Hörpu. Vegna eldgosa við Grindavík, bauð Sjómannadagsráð Grindvíkingum að […]

Sjómennskukeppni forsetaframbjóðenda

Forsetaframbjóðendum var boðið að takast á í sjómennskukeppni í gær. Keppt var í greinum tengdum sjómennsku eins og flökun og hnýtingum auk þess sem farið var í spurningakeppni. Markmiðið var að fá frambjóðendur til að tengja sig grundvallaratvinnugrein Íslands í gegnum aldirnar, sjávarútvegi, sér í lagi af því tilefni að kosningar eru daginn fyrir sjómannadaginn […]