Öldrunarþjónusta er framtíðin!

Það var mikill samhugur í fyrirlesurum ráðstefnunnar Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld í Hörpu og öll sammála um að mikil þörf sé á að finna nýjar lausnir og standa saman til að mæta áskorunum framtíðarinnar þegar fjórðungur þjóðarinnar verður kominn yfir sjötugt. Tækniframfarir eiga eftir að hafa mikil áhrif á öldrunarþjónustu í framtíðinni og rætt var um að þær snúist fyrst og fremst um að færa þjónustuna nær fólkinu sjálfu.