Þorrablót á Sléttunni

Um þessar mundir er þorranum heilsað með þorrablótum á Hrafnistuheimilunum og þjónustumiðstöðum DAS íbúða. Þorrablótin hafa verið vel sótt og mikið fjör, bæði sungið og hlegið. Þann 24. Janúar s.l. var þorrablót haldið á Sléttunni. Mæting var mjög góð og fullt út úr dyrum. Kokkarnir á Hrafnistu framreiddu hefðbundinn þorramat við mikla ánægju allra.

Flutt var minni kvenna og Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, leiddi fjöldasöng. Að lokum hélt söngkonan Guðrún Árný uppi fjörinu með söng og undirspili og var vel tekið undir hjá öllum viðstöddum.