Tíminn til að njóta

Þröstur Söring, framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs skrifar grein á visir.is um lífsgæðakjarna DAS og þá hugmyndafræði að veita eldra fólk tækifæri til að búa sem lengst heima hjá sér og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

„Samkvæmt opinberum spám mun hlutfall fólks 67 ára og eldra á Íslandi vera orðið 19% árið 2040, þá um 76.000 talsins. Vaxandi hópur fólks á þessum besta aldri kallar á þróun og uppbyggingu á byggingum og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum og hefur Sjómannadagsráð starfað lengi með hönnuðum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Fyrstu íbúðirnar voru byggðar árið 2001 og síðan þá hafa nýjar byggingar verið þróaðar hvað varðar hönnun og skipulag, þar sem hlustað er á þarfir íbúanna og íbúðum breytt í samræmi við þær þarfir.“

Greinina má lesa HÉR á visir.is.