Hjólhýsi og tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er við þjónustumiðstöð (Félagsheimili sjómanna) í Hraunborgum Grímsnesi.

Ekið er um Kiðjabergsveg.

Opnað var hjólhýsa- og tjaldsvæði fyrir neðan sundlaugina árið 2003.  

Opnunartími og verðskrá

Við tjaldsvæðið er góð snyrtiaðstaða með heitu og köldu vatni og útivask. Einnig er til staðar “þvoið sjálf þjónusta” ,þvottavél og þurrkari, aðgangur að rafmagni fyrir húsbíla og hjólhýsi.  Minigolf – 9 brautir, fótboltavöllur, körfuboltaaðstaða og leiktæki fyrir börn. Einnig er 9 holu golfvöllur, par 3, í göngufæri við tjaldsvæðið.

Tjaldstæðið er alveg við þjónustumiðstöð (Félagsheimili sjómanna). Þar er setustofa með sjónvarpi, leikherbergi með billiardborði ofl. leiktækjum, sundlaug, vaðlaug, tveir heitir pottar og eimbað.

Sími þjónustumiðstöðvar: 486 4414

Umfjöllun um hjólhýsa- og tjaldsvæðið má sjá á tjalda.is .

 

Pin It on Pinterest

Share This