Sjómannadagsráð hefur frá upphafi verið leiðandi afl í uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir eldra fólk.
Saga Sjómannadagsráðs er saga frumkvöðla í baráttuhug, saga fólks sem vann óeigingjarnt starf í þágu þjóðarinnar. Frumkvæði, framsýni og kraftur hafa fylgt þeim sem hafa setið við stjórnvölinn.
Stjórnarmenn tókust oft á sín á milli um ýmis málefni en aflið sem dreif hópinn áfram í gegnum mótlæti var sú sameiginlega hugsjón að skapa eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld.
„Það er heil mannkynssaga falin í sögu Sjómannadagsráðs.“