Þann 25.nóvember árið 1937 samþykktu fulltrúar tíu sjómannafélaga í Reykjavík og Hafnarfirði að stofna Sjómannadagssamtökin og að halda sérstakan Sjómannadag einu sinni á ári og fljótlega var ákveðið að byggja dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn.
Fjöldi manna kom að stofnun og starfsemi Sjómannadagsráðs fyrstu árin en óhætt er að segja sá maður er átti stærri hlut í að koma samtökunum á legg og málefnum þeirra í farveg hafi verið Henry Hálfdansson með óþrjótandi áhuga sínum á félagslegum málefnum stéttarinnar.