Þessi áratugur í sögu Sjómannadagsráðs einkenndist af mikilli framsýni og stórum ákvörðunum og stór langtímaverkefni hefjast. Á þessum árum var farið margvíslegar – og oft frumlegar – leiðir til að fjármagna byggingarframkvæmdir. Fjáröflun stóð í 12 ár og söfnuðust næstum 4 milljónir króna til þess dags er fyrsti hornsteinninn var lagður að húsi DAS, sem forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, lagði á sjómannadaginn, 13.júní 1954. Einstaklingar og fjárstofnanir gáfu veglegar gjafir.