1937 – 1945

1946 – 1956

1957 – 1967

1968 – 1980

1981 – 1999

2000 – 2024

1946 – 1956

Þessi áratugur í sögu Sjómannadagsráðs einkenndist af mikilli framsýni og stórum ákvörðunum og stór langtímaverkefni hefjast. Á þessum árum var farið margvíslegar – og oft frumlegar –  leiðir til að fjármagna byggingarframkvæmdir. Fjáröflun stóð í 12 ár og söfnuðust næstum 4 milljónir króna til þess dags er fyrsti hornsteinninn var lagður að húsi DAS, sem forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, lagði á sjómannadaginn, 13.júní 1954. Einstaklingar og fjárstofnanir gáfu veglegar gjafir.

* 1946
Fjáröflun fyrir byggingu dvalarheimilisins hefst, m.a. með dansleikjum og kabarettsýningum sem gáfu góðan pening. Gert var ráð fyrir að byggingin stæði á Laugarnesinu.
* 1947
Dýrasýning í Örfirisey þar sem dýr voru fengin að láni frá erlendum dýragarði: Apar, ísbirnir, sæljón og skjaldbökur voru þar á meðal. Sýningin vakti mikla athygli og stóð í tvo mánuði. Ágóðinn var ekki mikill en sýningin þótti einstaklega vel heppnuð.
* 1948
Efnt til samkeppni og óskað eftir hugmyndum að teikningum að dvalarheimilinu. Ágúst Steingrímsson byggingafræðingur hlaut 1.verðlaun en mikil óvissa ríkti um lóðina á Laugarnesi.
* 1951 - 1953
Samþykkt var að byggja í Laugarási þar sem ljóst var að lóðin á Laugarnesi fengist ekki. Efnt var til skyndihappadrættis til fjáröflunnar. Stuttu síðar gerði Byggingarnefnd tillögur um að húsnæðið yrði byggt fyrir 120 vistmenn, með herbergjum fyrir einn og tvo og auk þess sjúkradeild fyrir 40 sjúklinga. Tveimur árum síðar voru hús dvalarheimilisins steypt en byggingarframkvæmdir gengu hægt fyrstu árin, m.a. vegna skorts á fagmönnum og fjármagni.
* 1954 - 1956
Árið 1954 var stórt ár í sögu Sjómannadagsráðs þegar leyfi fékkst til að vera með kvikmyndahúsarekstur. Sama ár fékkst leyfi til að reka árlegt happdrætti með bíla og búnaðarvélar sem vinninga og þar með var Happdrætti DAS stofnað. Árið 1956 var ákveðið að hefja kvikmyndasýningar fyrst um sinn í borðsal dvalarheimilisins og byrja að byggja kvikmyndahús. Byggingaframkvæmdir gengu hægt þessi árin, m.a. vegna skorts á fagmönnum.