Tímamót urðu í sögu Sjómannadagsráðs þegar Hrafnista var loksins opnuð eftir langt byggingarferli. Reksturinn fór þó heldur erfiðlega af stað en mikill einhugur var hjá ráðinu að halda ótrauðir áfram. Happadrætti DAS skilaði góðum hagnaði ár hvert en peningarnir fóru að miklu leyti í að klára uppbyggingu á Laugarásbíói. Íslenska ríkið náði að lögfesta 40% greiðslu af hagnaði happadrættisins fyrir Uppbyggingarsjóð aldraðra. Nýir formenn tóku við keflinu af Henry Hálfdanssyni og jörðin Hraunkot í Grímsnesi var keypt.