Meiri friðsæld einkenndi störf Sjómannadagsráðs á þessum tíma, enda voru stærstu ádeiluefnin nú leyst. Ráðist var í að setja upp stóra og umfangsmikla sjávarútvegssýningu í Laugardalshöllinni sem vakti mikla athygli. Uppbygging og framkvæmdir héldu áfram og Hrafnista í Hafnarfirði var reist þrátt fyrir vaxandi óróleika í íslenskum efnahagsmálum.







