Uppbygging við Sléttuveg

Aðstaða til bættra lífsgæða fyrir aldraðra

Sjómannadagsráð í samstarfi við Reykjavíkurborg vinnur nú að þróun og uppbyggingu fyrir aldraða við Sléttuveg í Reykjavík. Í verkefninu felst að þróa og koma fyrir aðstöðu með þjónustu sem nýtist eldri Reykvíkingum á sem bestan hátt. Áskorun verkefnisins felst í því að byggja upp aðstöðu sem leiðir til þess að eldra fólk velji svæðið til búsetu vegna þess að það mætir þörfum þess og væntingum, auk þess sem það veitir því greiðari aðgang að þjónustu, hvetur til þátttöku í samfélaginu, og vekur fólk til umhugsunar um það hvernig hægt verði að auka farsæld á efri árum.

Framkvæmdir við uppbygginguna eru hafnar og stefnt er að því að ljúka þeim í áföngum frá árslokum 2019 til fyrri helmings ársins 2020. Á lóð Sjómannadagsráðs við Sléttuveg mun Velferðarráðuneytið í samstarfi Reykjavíkurborg byggja nýtt 99 rýma hjúkrunarheimili sem rekið verður af Hrafnistu. Við hjúkrunarheimilið verður byggð þjónustu- og félagsmiðstöð sem rekin verður í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum aldraðra, en bætt verður við byggingarmagn hennar til að geta veitt meiri þjónustu og afþreyingu en almennt gerist í slíkum hverfismiðstöðvum. Við þjónustumiðstöðuna verða byggðar 60 leiguíbúðir sem sérhannaðar eru fyrir aldraða, auk 80 íbúða til viðbótar sem staðsettar verða í öðru húsi tengt verður við þjónustumiðstöðina með innangengum tengigangi.

Þegar framkvæmdum verður lokið má gera ráð fyrir að á Sléttuvegi  komi til með að búa meira en 600 íbúar á efri árum annaðhvort með innangengt við þjónustumiðstöðina á Sléttuvegi, eða í göngufjarlægð frá henni. Auk þeirra búa  meira en tvö þúsund aldraðir íbúar í Háleitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi sem eru í nánd við þjónustumiðstöðina. Í nánustu framtíð er gert ráð fyrir verulegri fjölgun íbúa í þessum aldurshópi, en skv. mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir um 20% fjölgun næstu 5 ár, 40% næstu 10 ár og 60% næstu 15 ár.

Sjómannadagsráð með Hrafnistu og Naustavör í farabroddi vinnur nú með Reykjavíkurborg að þróun á framboði af þjónustu og þeim rekstri sem komið verður fyrir í þjónustumiðstöðinni.Hugmyndafræði þess er að bjóða uppá fjölbreytta þjónustu og afþreyingu sem íbúar í nánasta umhverfi geta nýtt sér daglega. Í þjónustumiðstöðinni er m.a. stefnt að því að hafa reglulega dagskrá tómstunda, félagstarfs og iðjuþjálfunar virka daga og bjóða einnig uppá máltíðir alla daga vikunnar ásamt rekstri kaffihúss. Þá er einnig fyrirhugað að bjóða rekstraraðilum aðgang að aðstöðu til að veita þjónustu eins og t.d. hár- og fótsnyrtingu, heilsueflandi starfsemi með líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Loks er stefnt að því að nýta fjölnota sali þjónustumiðstöðvarinnar svo að hægt verði að bjóða uppá markvissa fræðslu, viðburði og skemmtanir af ýmsu tagi.

 

   

   

Fréttir af Sléttuveginum

Gengið frá fyrsta leigusamningnum á Sléttuvegi

Gengið frá fyrsta leigusamningnum á Sléttuvegi

Föstudaginn 14. ágúst var enn einn sögulegur viðburður í uppbyggingu lífsgæðakjarnans á Sléttunni. En þá gerði Birna Bergsdóttir fyrsta leigusamninginn um nýja leiguíbúð Naustavarar við Sléttuveg í Fossvogi. Lífsgæðakjarninn er samsettur af þjónustumiðstöð Sléttunnar,...

Færist líf í húsin á Sléttunni

Færist líf í húsin á Sléttunni

Það er mikið um að vera í Lífsgæðakjarnanum á Sléttunni þessa dagana. Nú í vikunni hófst starfsemi dagdvalar Hrafnistu. Dagdvölin hefur fengið heiti Röst og þar verða 30 dagdvalarými. Þetta er sjötta dagdvölin hjá Hrafnistu. Einnig opnuðu bæði hárgreiðslustofan og...

Stjórnarfundur á tímum Covid-19

Stjórnarfundur á tímum Covid-19

Í gær var haldinn stjórnarfundur Sjómannadagsráðs í nýju þjónustumiðstöðinni Sléttunni á Sléttuvegi. Á þessum óvenjulegu tímum þarf að nota hugmyndaflugið til að leysa það sem virðist einfalt verkefni. Nauðsynlegt var að halda fundinn á þessum tíma þar sem stjórn...

Leigusamningar vegna reksturs á Sléttuvegi

Leigusamningar vegna reksturs á Sléttuvegi

Þau ánægjulegu tíðindi urðu í seinustu viku, þegar fyrstu leigusamningarnir vegna starfsemi í Þjónustumiðstöðinni Sléttunni, Reykjavík, voru undirritaðir. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri og Ásta Nordgulen Þórarinsdóttir gerðu samning vegna leigu fyrir rekstur...

Opnun Hrafnistu á Sléttuvegi

Opnun Hrafnistu á Sléttuvegi

Föstudaginn 28. mars var fyrsti áfangi lífsgæðakjarnans – Sléttunnar tekinn í notkun þegar nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík opnaði að viðstöddu miklu fjölmenni. Ríkissjóður (85%) og Reykjavíkurborg (15%) eiga heimilið en afhentu...

Pin It on Pinterest

Share This