DAS íbúðir (áður Naustavör) er einkahlutafélag í eigu Sjómannadagsráðs, stofnað árið 2001. Félagið er eigandi leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri á Hraunvangi 1-3, Brúnavegi 9, Jökulgrunni 2-6, Sléttuvegi 27 og Boðaþingi 22-24.
Í leiguíbúðum DAS gefst fólki kostur á að búa í sjálfstæðri búsetu í framúrskarandi íbúðum sem taka mið af þörfum eldra fólks. Í leiguíbúðum er hátt þjónustustig þar sem í boði er öryggiskerfi, húsvarsla og þjónustusími sem er opinn allan sólarhringinn. Íbúðarhúsin eru hluti af lífsgæðakjarna DAS en þau eru tengd við þjónustumiðstöð þar sem stutt er að sækja ýmis konar þjónustu og öflugt og skemmtilegt félagsstarf. Gott aðgengi er að hreyfingu, snyrtiþjónustu og veitingasölu.
Mikil lífsgæði eru fólgin í að búa við góða þjónustu og öruggt umhverfi. Gott aðgengi að heilsueflandi starfsemi, afþreyingu og skipulögðu félagsstarfi eykur lífsgæði fólks á besta aldri en líkamleg og félagsleg virkni skiptir miklu máli á efri árum.