Hrafnista er er í eigu Sjómannadagsráðs og var fyrsta hjúkrunarheimilið í Laugarási opnað með viðhöfn þann 2.júní 1957. Í dag eru hjúkrunarheimilin starfrækt á átta stöðum og starfsmenn um 1700 talsins.
Hrafnista í Laugarási
Hrafnista í Hraunvangi
Hrafnista í Boðaþingi
Hrafnista Nesvöllum
Hrafnista Hlévangi
Hrafnista Nesvöllum
Hrafnista Ísafold
Hrafnista Skógarbæ
Hrafnista Sléttuvegi
Sjómannadagsráð á húsnæði Hrafnistu í Laugarási og Hraunvangi, en önnur húsnæði Hrafnistu eru rekin af Sjómannadagsráði. Á Sléttuvegi er þjónustumiðstöð sem Hrafnista rekur fyrir Reykjavíkurborg.
Við hjúkrunarheimilin í Boðaþingi, Skógarbæ og Nesvelli eru þjónustumiðstöðvar sem reknar eru af sveitarfélögunum.
Markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu svo íbúar og þjónustuþegar upplifi öryggi, traust og vellíðan. Hrafnista vinnur eftir hugmyndafræði sem mótar heimilislega og hlýlega menningu og upplifun fyrir bæði þjónustuþega og starfsfólk.