Laugarásbíó

Kvikmyndahúsið Laugarásbíó var stofnað árið 1957 af Sjómannadagsráði en upphaflega hugmyndin var að nota ágóðan af sölu bíómiða til að styrkja uppbyggingu og rekstur Hrafnistu í Laugarási. Á meðan húsið var í byggingu voru fyrstu bíósýningarnar haldnar í borðsal Hrafnistu en árið 1960 var Laugarásbíó loks opnað með mikilli viðhöfn.

Kvikmyndahúsið ehf. leigir Laugarásbíó af Sjómannadagsráði og sér um rekstur á starfseminni.