Framtíðarsýn Sjómannadagsráðs og Hrafnistu

Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða er framtíðarsýn og áætlun um uppbyggingu húsa og þjónustu til ársins 2040. Áætlunin er afrakstur umfangsmikillar vinnu sem hófst í ársbyrjun 2023 og er m.a. byggð á stefnu Hrafnistu, niðurstöðum úr vinnustofum starfsfólks og stjórnenda Hrafnistu og DAS íbúða sem og samtölum við ýmsa hagaðila sem koma að öldrunarþjónustu á einn eða annan hátt.

Stefnt er að 50–60 millj­arða upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og þjón­ustu­íbúða til að mæta ört vax­andi hópi eldri borg­ara á næstu 15 árum. Mark­miðið er að tryggja fjöl­breytt­ar bú­setu og þjón­ustu­leiðir fyr­ir stækk­andi hóp eldra fólks og bregðast við brýnni þörf fyr­ir um 100 ný hjúkr­un­ar­rými á ári fram til árs­ins 2040. 

Hér er hægt að skoða uppbyggingaráætlunina og auk þess hægt að koma hugmyndum og tillögum á framfæri í gegnum vefsíðuna.