Hátíð hafsins

Frá árinu 1999 hefur Sjómannadagsráð í samstarfi við Reykjavíkurhöfn og Reykjavíkurborg haldið Hátíð hafsins. Hún er haldin laugardag fyrir sjómannadag og á sjómannadaginn sjálfan.

Hátíð hafsins samanstendur af Hafnardeginum og Sjómannadeginum, en árið 1999 voru þessir tveir hátíðardagar sameinaðir í tveggja daga hátíðahöld á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Hátíðin hefur verið fjölsótt enda dagskráin fjölbreytt og þess er gætt að allir aldurshópar hafi gaman af.

Pin It on Pinterest

Share This