Stofnun Sjómannadagsráðs

Sjómannadagsráð í höfuðborgarsvæðisins er samband stéttarfélaga sjómanna á höfuðborgarsvæðinu og var það stofnað í Reykjavík 25. nóvember 1937 af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem hvert félag tilnefndi 2 fulltrúa.

Upphaflegt markmið var að halda hátíðisdag fyrir íslenska sjómenn árlega. Fyrsti sjómannadagurinn var svo haldinn 6. júní 1938 og var þá gefið út Sjómannadagsblaðið í fyrsta sinn.

Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs er meðal annars:

  • Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra.
  • Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi.
  • Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins.
  • Að beita sér fyrir menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar.
  • Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur.
  • Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra.
  • Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjómannadagsráðs.

Að Sjómannadagsráði höfuðborgarsvæðisins standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna:

Félag skipstjórnarmanna

Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Sjómannafélag Íslands

Pin It on Pinterest

Share This