Dótturfélög Sjómannadagsráðs

Dótturfyrirtæki Sjómannadagsráð eru þó nokkur.

Ber þá helst að nefna Hrafnistu sem er nú á fimm stöðum, Hrafnista í Reykjavík (tekin í notkun 1957),Hrafnista í Hafnarfirði (byggð 1977), Hrafnista í Kópavogi (tekin í notkun 2010), Hrafnista Nesvöllum (tekin í notkun 2014) og Hrafnista Hlévangi (tekin í notkun 2014). Sjómannadagsráð á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, en Hrafnista í Kópavogi, Nesvöllum og Hlévangi er rekin af Sjómannadagsráði. Við hjúkrunaheimilið á Nesvöllum og Kópavogi er þjónustumiðstöð sem er rekin af sveitarfélögunum.

Laugarásbíó er í eigu Sjómannadagsráðs. Í upphafi var Laugarásbíó starfrækt í matsal Hrafnistu frá 1957, en flutti í núverandi húsnæði árið 1960.  Kvikmyndahúsið ehf. leigir Laugarásbíó af Sjómannadagsráði og sér um rekstur á því.

Sjómannadagsráð á Happdrætti DAS. Happdrættið var stofnað 4. apríl 1954 til uppbyggingar Hrafnistu. Frá árunum 1963-1988 fór einnig 40% af hagnaðnum í Byggingarsjóð aldraðra sem sá um að byggja dvalarheimili um land allt.

Sjómannadagsráð á auk þess Naustavör ehf. sem er einkahlutafélag og var stofnað 8. febrúar 2001. Naustavör ehf. er eigandi þjónustu- og öryggisíbúða fyrir 60 ára og eldri.  Íbúðirnar eru leigðar út og eru í Hraunvangi 1-3, Brúnavegi 9, Jökulgrunni 2-6 og í Boðaþingi 22-24.

Félagsheimili Sjómanna í Hraunborgum er að hluta til í eigu Sjómannadagsráð (2/3) og Félagi orlofshúsaeigenda (1/3). Sjómannadagsráð eignaðist jörðina Hraunkot (sem heitir nú Hraunborgir) árið 1964 og voru orlofshúsin tekin í notkun árið 1974. Þjónustumiðstöðin (Félagsheimili Sjómanna) var tekin í notkun 1982 og sundlaugin í Hraunborgum var tekin í notkun 1988.

Pin It on Pinterest

Share This