Fréttasafn

Lokað vegna sumarleyfa

Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofa Sjómannadagsráðs og Naustavarar er lokuð  vegna sumarleyfa 29. júlí til 12. ágúst. Minnum á neyðarsímann 585 9300 sem svarað er í allan sólarhringinn.  

Rekstraraðili sjúkraþjálfunar og heilsuræktar óskast

Rekstraraðili sjúkraþjálfunar og heilsuræktar óskast

Rekstraraðili sjúkraþjálfunar og heilsuræktar óskast Nánari upplýsingar eru hér: https://naustavor.is/slettan-sjukrathjalfun/ Sjómannadagsráð leitar að framsæknum, jákvæðum og skipulögðum aðila til að sjá um rekstur á sjúkraþjálfun og heilsurækt, auk annarrar...

Sjómannadagsblaðið 2024

Sjómannadagsblaðið 2024

Að venju var Sjómannadagsblaðið gefið út í tilefni af sjómannadeginum. Margt fróðlegt og skemmtilegt er að finna í blaðinu að þessu sinni. Má þar telja viðtal við Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóra, Örnu Valdísi Kristjánsdóttur sjómann, kíkt er í 50 ára gamalt...

Heiðraðir sjómenn á sjómannadegi 2024

Heiðraðir sjómenn á sjómannadegi 2024

Haldið var upp á sjómannadaginn 2024 samkvæmt venju. Dagurinn hófst á minningarathöfn við Fossvogskirkju, þar sem sjómanna sem farist hafa við störf á sjó var minnst. Að þeirri athöfn lokinni var haldið í sjómannamessu í Dómkirkjunni. Síðar um daginn voru sjómenn...

Sjómennskukeppni forsetaframbjóðenda

Sjómennskukeppni forsetaframbjóðenda

Forsetaframbjóðendum var boðið að takast á í sjómennskukeppni í gær. Keppt var í greinum tengdum sjómennsku eins og flökun og hnýtingum auk þess sem farið var í spurningakeppni. Markmiðið var að fá frambjóðendur til að tengja sig grundvallaratvinnugrein Íslands í...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2024

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2024

Aðalfundur Sjómannadagsráðs var haldinn í 87. sinn, þriðjudaginn 7. maí í þjónustumiðstöðinni Sléttunni við Sléttuveg. Vel var mætt á fundinn og voru flutt áhugaverð erindi, sem fundarmenn voru mjög ánægðir með. Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi formaður...

Heiðrun sjómanna 2023

Heiðrun sjómanna 2023

Heiðrun sjómanna fyrir farsæl félags- og sjómannastörf og björgun mannslífa fór fram í Hörpu á Sjómannadaginn 4. júní og var þeirri athöfn útvarpað beint á Rás 1. Eftirtaldir sjómenn voru heiðraðir af formanni Sjómannadagsráðs, Aríel Péturssyni: Andrés Hafberg...

Hafsjór af skemmtun á sjómannadeginum í Reykjavík

Hafsjór af skemmtun á sjómannadeginum í Reykjavík

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 4. júní nk. Mikil spenna ríkir í herbúðum þeirra sem skipuleggja daginn en það eru Brim, Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð sem standa að skemmtuninni við Reykjavíkurhöfn á Granda. “Við ætlum að tjalda öllu til...

Nýr framkvæmdastjóri SDR

Nýr framkvæmdastjóri SDR

Þröstur V. Söring hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs og tók hann til starfa nú um áramótin. Fasteignir í umsjá SDR telja um 100.000 fermetra og fyrirhugaðar eru umtalsverðar framkvæmdir á næstu misserum og árum, m.a. vegna viðhalds og...

Aldarafmæli Grundar

Aldarafmæli Grundar

Samherjar okkar í öldrunarþjónustunni, Grundarheimilin, fögnuðu hvorki meira né minna en hundrað ára afmæli sínu um helgina. Tímamótunum hefur verið fagnað með margvíslegum hætti og sl. laugardag var efnt til afmælishófs í hátíðarsal Grundar við Hringbraut. Við það...

87 nýjar íbúðir við lífgæðakjarna Sléttunnar

87 nýjar íbúðir við lífgæðakjarna Sléttunnar

Hafinn er lokaáfangi uppbyggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri sem tengjast þjónustumiðstöðinni Sléttunni við Sléttuveg í Reykjavík. Við Skógarveg rísa tvö ný fjölbýlishús með 87 íbúðum sem eru hluti af lífsgæðakjörnum Sjómannadagsráðs, Naustavarar og Hrafnistu....

Sjómannadagurinn í Hafnarfirði

Sjómannadagurinn í Hafnarfirði

Sjómannadeginum í Hafnarfirði var fagnað með hátíðarhöldum við Flensborgarhöfn. Hafnarfjarðarhöfn bauð uppá skemmtisiglingu með Eldey, Björgunarsveit Hafnarfjarðar setti upp björgunarleiktæki, fjölmargir prófuðu kajaka og árabáta hjá Siglingaklúbbnum Þyt,...

Sjómannadagsblaðið hjá Hljóðbókasafninu

Sjómannadagsblaðið hjá Hljóðbókasafninu

Hljóðbókasafnið hefur í fyrsta sinn látið lesa Sjómannadagsblaðið á hljóðbók og gefið út. Hægt er að nálgast upptökuna hér. Þeir sem lesa eru: Pétur Eggerz, Hafþór Ragnarsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Þórunn Hjartardóttir. Bókin er opin öllum og sendir...

Sjómannadagsblaðið fullt af fróðleik í 85 ár

Sjómannadagsblaðið fullt af fróðleik í 85 ár

Sjómannadagsblaðið, sem Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út árlega í tilefni sjómannadagsins allt frá árinu 1938, kom í vikunni ylvolgt úr prentvélunum, þaðan sem blaðið fór í dreifingu til þúsunda viðtakenda. Í blaði ársins gætir að venju fjölbreyttra...

Sjómannadagurinn í Hafnarfirði

Sjómannadagurinn í Hafnarfirði

Hátíðarhöld í Hafnarfirði á Sjómannadaginn 12. júní fara fram við Flensborgarhöfn. Við hvetjum Hafnfirðinga og gesti þeirra til þess að gera sér ferð niður að höfn og njóta þess sem höfnin, sem bærinn er kenndur við, hefur upp á að bjóða. Fiskasýning...

Fjölbreytt dagskrá á Sjómannadaginn 12. júní

Fjölbreytt dagskrá á Sjómannadaginn 12. júní

Það verður margt um að vera í kringum Reykjavíkurhöfn á Sjómannadaginn. Tvö útisvið verða sett upp. Annað sviðið er við Brim og hitt á Grandagarði. Þar stíga tónlistarmenn og leikarar á stokk milli kl. 13.00 - 16.00 og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Að...

Sjómannadagurinn nálgast

Sjómannadagurinn nálgast

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík sunnudaginn 12. júní nk. Það eru Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim sem eru bakhjarlar hátíðarinnar. “Sjómannadaginn ber upp þann 12. júní í ár þar sem hann er ávallt haldinn eftir hvítasunnuhelgina. Við...

Sannarlega tími til að gleðast í Reykjanesbæ

Sannarlega tími til að gleðast í Reykjanesbæ

Þann 6. maí var fyrsta skóflstungan tekin að stækkun hjúkrunarheimilis Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ um 3.200 fermetra sem reistir verða á þremur hæðum á lóðinni við núverandi heimili. Í viðbyggingunni verða herbergi fyrir 60 íbúa og með tilkomu þeirra verður...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2022

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2022

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2022 var haldinn þriðjudaginn 10. maí í Helgafelli, Hrafnistu Laugarási. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Nýr formaður var kjörinn Aríel Pétursson, en hann hefur gengt embætti formanns síðan Hálfdan Henrysson lét af störfum...

Undirbúningur fyrir sjómannadaginn hafinn

Undirbúningur fyrir sjómannadaginn hafinn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík sunnudaginn 12. júní í sumar. Það eru Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim hf. sem eru bakhjarlar hátíðarinnar og standa munu að hátíðarhöldunum á Granda. Á dögunum undirrituðu þessir aðilar samstarfssamning...

Sjómannadagurinn í Hafnarfirði 2021

Sjómannadagurinn í Hafnarfirði 2021

Á sjómannadaginn þann 6. júní 2021 voru Haraldur Árnason skipstjóri, Reynir Baldursson vélstjóri og Guðmundur Magnús Guðmundsson háseti, heiðraðir af Sjómannadeginum í Hafnarfirði. Fór athöfnin fram við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Á sama tíma vor...

Sjómannadagsráð vígir rafhleðslustöðvar

Sjómannadagsráð vígir rafhleðslustöðvar

Sjómannadagsráð vígir rafhleðslustöðvar við lífsgæðakjarna sína á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaleigufélagið Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, hefur í samstarfi við Hleðsluvaktina hf. í Grindavík tekið í notkun fjórar hleðslustöðvar fyrir rafbíla við lífsgæðakjarna...

Tækjasalur á Sléttunni

Tækjasalur á Sléttunni

Miðvikudaginn 6. október var opnaður tækjasalur í þjónustusmiðstöðinni Sléttunni. Var opið hús til að kynna starfsemina og var Gígja sjúkraþjálfari á staðnum til að kenna á tækin og setja upp æfingaáætlun.  Tækjunum í salnum mun fjölga á næstu vikum og fram að...

Sjómanadagsráð auglýsir eftir deildarstjóra fasteigna

Sjómanadagsráð auglýsir eftir deildarstjóra fasteigna

Sjómannadagsráð auglýsir eftir stjórnanda í teymi sem annast umsýslu eigna og þjónustu við starfsemi dótturfélaga þessl Starfið felur í sér umsjón með daglegum rekstri og áætlunargerð um viðhald, endurbætur og breytingar á fasteignum á átta starfsstöðvum...

Aríel Pétursson tekinn við formennsku í Sjómannadagsráði

Aríel Pétursson tekinn við formennsku í Sjómannadagsráði

Aríel Pétursson, varaformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins frá síðasta aðalfundi sem fram fór í vor, tók í dag, 1. september, við formennsku í ráðinu í stað Hálfdans Henryssonar sem starfað hefur óslitið með Sjómannadagsráði í 34 ár. Hálfdan var kosinn í...

Tilkynning frá Hálfdani Henryssyni formanni Sjómannadagsráðs

Tilkynning frá Hálfdani Henryssyni formanni Sjómannadagsráðs

Það tilkynnist hér með að ég undirritaður hef látið af störfum sem formaður Sjómannadagsráðs að eigin ósk. Ég vil færa íbúum Hrafnistuheimilanna einlæga kveðju mína og þakklæti fyrir vináttu á liðnum árum, ennfremur starfsfólki Hrafnistuheimilanna, starfsfólki...

Skemmtileg upprifjun í Fiskifréttum

Skemmtileg upprifjun í Fiskifréttum

Fiskifréttir birtu í gær skemmtilega upprifjun á dýrasýningu sem haldin var í Örfirisey til styrtktar Dvalarheimilis aldrarðra sjómanna á sjómannadaginn 1947. Dýrin sem sýnd voru komu frá dýragarðinum í Edinborg. Sýndir voru apar, refir, selir og sæljón frá...

Sjómenn heiðraðir á Sléttuvegi

Sjómenn heiðraðir á Sléttuvegi

Vegna fjöldatakmarkana var heiðrunarathöfn Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins með óhefðbundnu sniði í ár. Sökum heimsfaraldursins féll Hátíð hafsins niður en Sjómannadagsráð lét ekki deigan síga og hélt látlausa athöfn í þjónustumiðstöðinni Sléttunni á Sléttuvegi...

Naustavör og Hleðsluvaktin gera með sér samning

Naustavör og Hleðsluvaktin gera með sér samning

Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs og Hleðsluvaktin, sem sérhæfir sig í uppsetningu og þjónustu á rafhleðslustöðvum fyrir rafbíla, hafa gert með sér samning. Samningurinn kveður á um uppsetningu á allt að 4 nýjum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla við leiguíbúðir...

Streymt frá heiðrun sjómanna

Streymt frá heiðrun sjómanna

Eins og venja er verða sjómenn heiðraðir eins og en að þessu sinni við lokaða athöfn að viðstöddum mökum og aðstandendum heiðraðra og fulltrúum Sjómannadagsráðs. Heiðrun sjómanna hefst kl. 13.30 á Facebooksíðu Sjómannadagsráðs. Smellið hér til að melda ykkur á...

Hátíðarhöld Sjómannadaginn 2021

Hátíðarhöld Sjómannadaginn 2021

Hefðbundin dagskrá Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins verður haldin með lítils háttar takmörkunum á sjómannadaginn, sunnudaginn 6. júní frá kl. 10 til 15 með minningarathöfn um drukknaða og týnda sjófarendur, sjómannamessu, heiðrun sjómanna og útvarpsviðtali um...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2021

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2021

Aðalfundur Sjómanndagsráðs 2021 var haldinn þann 12. maí í Þjónustumiðstöðinni Sléttunni. Alls mættu 29 fulltrúar frá fimm stéttarfélögum á fundinn ásamt yfirstjórnenda fyrirtækja Sjómannadagsráðs. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa s.s. samþykkt ársreikninga voru...

Skipulagðri dagskrá sjómannadagsins 2021 aflýst

Skipulagðri dagskrá sjómannadagsins 2021 aflýst

Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 6. júní hefur verið aflýst í annað sinn á tveimur árum vegna ráðstafana í sóttvörnum sem gilda um fjöldasamkomur. Þetta er í annað sinn í áttatíu og fjögurra ára sögu ráðsins sem dagskránni er aflýst, en...

Viðtal við íbúa á Sléttuvegi 27

Viðtal við íbúa á Sléttuvegi 27

Í nýjustu Félagstíðindum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni www.feb.is er skemmtilegt viðtal á bls. 6-7 við Kolbrúnu Unu Einarsdóttur sem flutti seinasta haust í nýja íbúð hjá Naustavör á Sléttuvegi 27. Móðir Kolbrúnar Unu býr í Naustavarar íbúð í Boðaþingi...

Dýrmæt þjónustutækifæri enn til staðar í Boðaþingi

Dýrmæt þjónustutækifæri enn til staðar í Boðaþingi

Fyrir um 20 árum síðan tóku Kópavogsbær og Sjómannadagsráð upp samstarf um skipulag nýs hverfis í Boðaþingi. Meginhugmyndin var að skipuleggja þétta byggð sem sérstaklega yrði skipulögð með þarfir eldra fólks í Kópavogi í huga og varð afraksturinn nýtt deiliskipulag...

Tilkynning til íbúa Naustavarar vegna Covid bóluefnis

Tilkynning til íbúa Naustavarar vegna Covid bóluefnis

COVID-19 BÓLUSETNING Tilkynning til allra íbúa hjá Naustavör Naustavör er komin í samstarf við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um bólusetningar vegna Covid-19. Heilsugæslan mun láta Naustavör vita þegar við hún fengið nægt bóluefni til að bólusetja ykkur og í...

Vel heppnuð leyniferð jólasveinanna

Vel heppnuð leyniferð jólasveinanna

Jólasveinar Sjómannadagsráðs og Naustavarar læddust um byggingar Naustavarar í gær og hengdu jólakaffipoka og jólakveðju á húnana hjá öllum íbúunum. Aðgerðin heppnaðist mjög vel og voru fáir staðnir að verki. Jólasveinarnir voru sáttir með gott dagsverk vona að allir...

Aðventuvagn Þjóðleikhússins kom í heimsókn

Aðventuvagn Þjóðleikhússins kom í heimsókn

Aðventuvagn Þjóðleikhússins kom við á Brúnaveginum í gær og flutti hina geysi skemmtilegu dagskrá: Samt koma jólin. Margir íbúar á Brúnavegi 9 létu ekki kuldann á sig fá og nutu dagskrárinnar. Gestir úr nágrenninu stoppuðu við og var dagskránni samtímis streymt hjá...

Sjómannadagsráð 83. ára

Sjómannadagsráð 83. ára

Sjómannadagsráð var stofnað 25. nóvember 1937 og hefur því starfað samfellt í 83 ár. Það hefur skapast sú hefð hjá Hrafnistu að bjóða upp á kótilettur í hádegismat á fimmtudegi nálægt afmælinu. Á kótilettudeginum hefur kótilettumeistarinn verið krýndur eftir ægilegt...

Skrifstofan lokuð

Skrifstofan lokuð

Vegna tilmæla almannavarna til íbúa höfuðborgarsvæðisins, hefur verið ákveðið hafa skrifstofu Naustavarar og Sjómannadagsráðs áfram lokaða. Heimasíða Sjómannadagsráðs og Facebook síða Naustavarar verða notaðar til að koma tilkynningum til  ykkar.  Við minnum á að...

Skrifstofu Sjómannadasráðs og Naustavarar lokað tímabundið

Skrifstofu Sjómannadasráðs og Naustavarar lokað tímabundið

Skrifstofu Sjómannadagsráðs og Naustavarar verður lokað tímabundið vegna tilmæla almannavarna til íbúa höfuðborgarsvæðisins. Verður skrifstofan lokuð út þessa viku og staðan endurmetin næstu helgi og tilkynnt um framhaldið. Við minnum á að starfsmenn Naustavarar og...

Kórónuveirusmit hjá starfsmanni Naustavarar

Kórónuveirusmit hjá starfsmanni Naustavarar

Starfsmaður íbúðaleigufélagsins Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs, sem þjónustar m.a. Hrafnistu, greindist um helgina með Covid-19 smit og er nú í einangrun. Samkvæmt fyrirmælum rakningarteymis Almannavarna ber þeim sem voru í mikilli nálægð (innan tveggja...

Gengið frá fyrsta leigusamningnum á Sléttuvegi

Gengið frá fyrsta leigusamningnum á Sléttuvegi

Föstudaginn 14. ágúst var enn einn sögulegur viðburður í uppbyggingu lífsgæðakjarnans á Sléttunni. En þá gerði Birna Bergsdóttir fyrsta leigusamninginn um nýja leiguíbúð Naustavarar við Sléttuveg í Fossvogi. Lífsgæðakjarninn er samsettur af þjónustumiðstöð Sléttunnar,...

María Fjóla Harðardóttir ráðin forstjóri Hrafnistu

María Fjóla Harðardóttir ráðin forstjóri Hrafnistu

María Fjóla Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, var í dag ráðin forstjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 1. september. María hefur starfað hjá Hrafnistu frá árinu 2015 sem framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs. Hún hefur enn...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2020

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2020

Stjórn Sjómannadagsráðs 2020 - 2023 Aðalfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins var haldinn þriðjudaginn 12. maí 2020 í þjónustumiðstöð Sjómannadagsráðs við Sléttuveg. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fór fram kjör formanns Sjómannadagsráðs þar sem Hálfdan...

Tilkynning frá stjórn Sjómannadagsráðs

Tilkynning frá stjórn Sjómannadagsráðs

Stjórn Sjómannadagsráðs upplýsir hér með að Pétur Magnússon hefur óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri Hrafnistu eftir tólf ára farsæl störf fyrir Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins við daglega stjórn og mikla uppbyggingu og umbætur í starfsemi Hrafnistu sem...

Færist líf í húsin á Sléttunni

Færist líf í húsin á Sléttunni

Það er mikið um að vera í Lífsgæðakjarnanum á Sléttunni þessa dagana. Nú í vikunni hófst starfsemi dagdvalar Hrafnistu. Dagdvölin hefur fengið heiti Röst og þar verða 30 dagdvalarými. Þetta er sjötta dagdvölin hjá Hrafnistu. Einnig opnuðu bæði hárgreiðslustofan og...

Kveðja frá forseta Íslands

Kveðja frá forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Sjómannadagsráði hlýjar kveðjur í kjölfar tilkynningar um að hefðbundin dagskrá Sjómannadagsins árið 2020 fellur niður. Hann minnir okkur réttilega á, að hvert og eitt okkar getur fagnað því að ekki hefur orðið mannskaði...

Skipulagðri dagskrá sjómannadagsins aflýst í fyrsta sinn í 82 ár

Skipulagðri dagskrá sjómannadagsins aflýst í fyrsta sinn í 82 ár

Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 7. júní hefur verið aflýst í ár vegna aðstæðna í samfélaginu. Þetta er í fyrsta sinn í áttatíu og þriggja ára sögu ráðsins sem dagskránni er aflýst, en sjómannadagurinn var fyrst haldinn 1938. Einnig fellur...

Stjórnarfundur á tímum Covid-19

Stjórnarfundur á tímum Covid-19

Í gær var haldinn stjórnarfundur Sjómannadagsráðs í nýju þjónustumiðstöðinni Sléttunni á Sléttuvegi. Á þessum óvenjulegu tímum þarf að nota hugmyndaflugið til að leysa það sem virðist einfalt verkefni. Nauðsynlegt var að halda fundinn á þessum tíma þar sem stjórn...

Leigusamningar vegna reksturs á Sléttuvegi

Leigusamningar vegna reksturs á Sléttuvegi

Þau ánægjulegu tíðindi urðu í seinustu viku, þegar fyrstu leigusamningarnir vegna starfsemi í Þjónustumiðstöðinni Sléttunni, Reykjavík, voru undirritaðir. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri og Ásta Nordgulen Þórarinsdóttir gerðu samning vegna leigu fyrir rekstur...

Opnun Hrafnistu á Sléttuvegi

Opnun Hrafnistu á Sléttuvegi

Föstudaginn 28. mars var fyrsti áfangi lífsgæðakjarnans – Sléttunnar tekinn í notkun þegar nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík opnaði að viðstöddu miklu fjölmenni. Ríkissjóður (85%) og Reykjavíkurborg (15%) eiga heimilið en afhentu...

Engin banaslys hjá sjómönnum 2019

Engin banaslys hjá sjómönnum 2019

Sjómannadagsráð fagnar niðurstöðu í Yfirliti ársins 2019, sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út. Þar kemurr fram að enginn sjómaður fórst við störf við strendur Íslands árið 2019. Er það þriðja árið í röð sem það gerist og í sjötta skiptið. Þó var eitt banaslys í Eyjafirði þar sem erlendur ferðamaður drukknaði við köfun.

Nýr starfsmaður á Sléttunni Öldrunarsetri

Nýr starfsmaður á Sléttunni Öldrunarsetri

Þorsteinn Ingvarsson hefur verið ráðin húsvörður á Sléttuna Öldrunarsetur. Þorsteinn er með meistaranám í húsa- og húsgagnasmíði og meðal annars reynslu í verkstjórn og skipulagi. Við bjóðum Þorstein velkomin til starfa.

Nýr starfsmaður hjá Sjómannadagsráði

Nýr starfsmaður hjá Sjómannadagsráði

Sigurður Gunnarsson hefur hafið störf á Fasteignadeild Sjómannadagsráðs. Sigurður er pípulagnameistari sem starfaði áður hjá Pípulagnaverktökum ehf. og hefur áratuga reynslu af öllum pípulagnamálum bæði viðhalds og nýframkvæmda. Við bjóðum Sigurð velkomin til...

Tekið við lyklinum að hjúkrunarheimilinu Sléttuvegi

Tekið við lyklinum að hjúkrunarheimilinu Sléttuvegi

Sjómannadagsráð fer með umsjón með byggingarframkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili á Sléttuvegi fyrir hönd Reykjavíkurborgar og heilbrigðisráðuneytisins. Hjúkrunarheimilið verður hluti af Sléttunni sem er lífsgæðakjarni fyrir eldra fólk og mun gegna því hlutverki að...

Verktakar afhenda hjúkrunarheimilið við Sléttuveg

Verktakar afhenda hjúkrunarheimilið við Sléttuveg

Mánudaginn 3. febrúar n.k. verður Reykjavíkurborg og Hrafnistu afhent lyklavöld að nýja hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg. Það er ánægjulegt að áætlanir okkar hafa staðist, en öryggisúttekt Byggingafulltrúa Reykjavíkur gekk vel s.l. mánudag. Því er ekkert því til...

Undirritun samnings vegna Hátíðar Hafsins 2020

Undirritun samnings vegna Hátíðar Hafsins 2020

Miðvikudaginn 22. janúar var undirritaður samningur milli Faxaflóahafna, Brims hf., Concept viðburða og Sjómannadagsráðs um framkvæmd Hátíðar hafsins 2020. Hátíð hafsins er fjölskylduhátíð sem haldin er Sjómannadagshelgina og hefur verið haldin síðan 2002. Hátíðin...

Nýárskveðja frá stjórnarformanni

Nýárskveðja frá stjórnarformanni

Nú líður senn að leiðarlokum hjá mér í störfum fyrir Sjómannadagsráð.  Eins og flestum mun kunnugt tilkynnti ég á haustfundi Sjómannadagsráðs í nóvember síðastliðnum að ég myndi ekki gefa kost á mér til áframhaldandi starfa fyrir Sjómannadaginn. Líklegast finnst sumum...

Haustfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins 2019

Haustfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins 2019

Haustfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins var haldinn þriðjudaginn 19. nóvember s.l. á Hrafnistu í Laugarási. Fundinn sóttu 29 fulltrúar frá öllum 6 stéttarfélögum sjómanna sem eiga aðild að Sjómannadagsráði. Áður end fundur hófst var fundarmönnnum boðið að...

Sjómannadagsráð afhendir Hrafnistu nýtt eldhús

Sjómannadagsráð afhendir Hrafnistu nýtt eldhús

Sjómannadagsráð hefur nú afhent Hrafnistu við Laugarás nýtt og stórglæsilegt stóreldhús til afnota fyrir starfsemina, þar sem unnt er að matreiða allt að tvö þúsund máltíðir á dag fyrir öll Hrafnistuheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Eldhúsið við Laugarás, sem í...

Rekstur hárgreiðslustofu og fótaaðgerða- og snyrtistofu

Rekstur hárgreiðslustofu og fótaaðgerða- og snyrtistofu

Þjónustumiðstöðin Sléttan Rekstur hárgreiðslustofu og fótaaðgerða- og snyrtistofu Sjómannadagsráð leitar eftir áhugasömum samstarfsaðilum um rekstur hárgreiðslustofu og fótaaðgerða- og snyrtistofu í nýrri þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Sléttuveg. Starfsemin verður...

Endurnýjun á gangstétt við Jökulgrunn

Endurnýjun á gangstétt við Jökulgrunn

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á gangstéttinni við Jökulgrunn. Búið er að fjarlægja stéttina og endurnýja undirlag. Næst verður steyptur kantur og að lokum verður ný stétt malbikuð. Stefnt er á að ljúka verkinu í nóvember.

Andlát. Sigurður Steinar Ketilsson fv. skipherra

Andlát. Sigurður Steinar Ketilsson fv. skipherra

Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrv. skipherra og formaður ritnefndar Sjómannadagsblaðsins lést á Landspítalanum 27. október s.l.. Sigurður var virkur þátttakandi í því mikilvæga starfi sem Sjómannadagsráð stendur fyrir í þágu sjómanna og aldraðra. Hann var fulltrúi í...

Styttist í opnun nýja eldhússins

Styttist í opnun nýja eldhússins

Framkvæmdir við nýtt eldhús Hrafnistu í Laugarási ganga samkvæmt áætlun og er stefnt að því að hefja fulla starfsemi um miðjan nóvember. Eldhúsið verður án efa eitt af þeim glæsilegustu og fullkomnustu á landinu. Búið er að setja epoxy á gólf og veggi og unnið...

Guðrún Helgadóttir 100 ára

Guðrún Helgadóttir 100 ára

Fyrir um 20 árum síðan hóf Sjómannadagsráð að byggja leiguíbúðir fyrir eldra fólk í öruggara umhverfi og með betra aðgengi að þjónustu og stuðningi við búsetu, en annars er kostur á. Tilgangurinn er að gera fólki kleift að búa á eigin vegum sem allra lengst.   Það er...

Frá framkvæmdunum við Sléttuveg

Frá framkvæmdunum við Sléttuveg

Framkvæmdir Sjómannadagsráðs við Sléttuveg ganga mjög vel. Hjúkrunarheimilið hefur að mestu leyti verið klárað að utan. Allir gluggar komnir í, frágangi á þaki lokið og lítið vantar upp á að klára klæðninguna. Innandyra er byrjað að mála og setja upp innréttingar og...

Sumargrill Hrafnistu Laugarási

Sumargrill Hrafnistu Laugarási

Íbúum, aðstandendum og starfsmönnum Hrafnistu Laugarási, var boðið í sumargrill í blíðviðrinu í gær. Met þátttaka var í veislunni og gekk allt vel, þökk sé frábæru starfsfólki. Maturinn rann ljúflega niður og allir nutu veðurblíðunnar.

Góður gangur í uppbyggingunni á Sléttuvegi

Góður gangur í uppbyggingunni á Sléttuvegi

Utanhúsklæðning og þak á hjúkrunarheimillinu er komin langt á veg. Þar er einnig búið að reisa alla milliveggi og málun á fyrstu þremur hæðum langt á veg komin. Þjónustumiðstöð er full uppsteypt og einangruð, búið er að ganga frá þaki og flestir innveggir komnir....

Sjómannadagurinn 2. júní 2019

Sjómannadagurinn 2. júní 2019

Hátíðarhöld Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði 2. júní 2019 fóru fram með hefðbundnum hætti. Hátíð hafsins sem haldin var 1. og 2. júní á Grandagarði fór vel fram og hefur hátíðin stækkað og eflst með hverju árinu. Sjómannadagsráð vill þakka styrktaraðilum...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2019

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2019

Aðalfundur Sjómannadagsráðs var haldinn þriðjudaginn 7. maí 2019 á Hrafnistu Laugarási. Venju samkvæmt voru hefðbundin aðalfundarstörf á fundinum og voru þau afgreidd fljótt og vel. Í stjórn félagsins voru þeir Sigurður Ólafsson ritari og Oddur Magnússon varagjaldkeri...

Nýr starfsmaður tók til starfa hjá Fasteignadeild Sjómannadagsráðs 1. júní. Hann heitir Karl Stefánsson og er rafvirkjasveinn sem starfað hefur á Akureyri undanfarin ár. Hann er nú fluttur í Hafnarfjörð og bætist í góðan hóp iðnaðarmanna hjá okkur. Karl hefur starfað...

Knattspyrnumót Sjómanna fellur niður

Knattspyrnumót Sjómanna fellur niður

Knattspyrnumót sjómanna sem auglýst var að ætti að vera á Þróttaravellinum á morgun, laugardaginn 1. júní, fellur því miður niður af óviðráðanlegum orsökum.

Um Sjómannadaginn

Um Sjómannadaginn

Í lögum Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins kveður á um að halda skuli upp á Sjómannadaginn  til stuðla að því að hann skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi, efla samhug meðal sjómanna og auka samstarf milli hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar. Heiðra...

Skemmtileg dagskrá fyrir börnin á Hátíð hafsins

Skemmtileg dagskrá fyrir börnin á Hátíð hafsins

Það verður að vanda mikil og fjölbreytt dagskrá fyrir yngstu kynslóðina á Hátíði hafsins og Sjómannadeginum helgina 1. og 2. júní. Furðufiskasýningin Íslenskir fiskar er spennandi. Þar sýnir Hafró allskonar lifandi fiska sem finnast við Ísland og víðar. Skrúðganga með...

Íþróttir á Sjómannadaginn

Íþróttir á Sjómannadaginn

Það verður nóg um að vera fyrir íþróttaálfa á öllum aldri á Hátíð hafsins og Sjómannadaginn helgina 1. og 2. júní. Bryggusprellið, sem er ævintýralegt sjávartívolí, verður sett upp við Grandabryggju. Í ár er þemað kuðungar og er allt sem er notað til að setja...

Hátíð hafsins 1. og 2. júní 2019

Hátíð hafsins 1. og 2. júní 2019

Hátíð hafsins verður haldin helgina 1. -2. júní 2019. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og Sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum. Bryddað verður upp á mörgum skemmtilegum nýungum á Hátíð hafsins og ættu...

Sjómannadagsblaðið 2019 er komið út

Sjómannadagsblaðið 2019 er komið út

Sjómannadagsblaðið 2019 er komið út. Að vanda er efni blaðsins fjölbreytt og fróðlegt. Til dæmis er rætt er við Magnús Þorvaldsson skipstjóra, Ástu Þorleifsdóttur varaformann Siglingarráðs um sundkunnáttu. Fjallað um eldvarnir á sjó, umhverfismál, sögu GPS tækninnar...

Uppbyggingin á Sléttuveginum gengur vel

Uppbyggingin á Sléttuveginum gengur vel

Uppbyggingin við Sléttuveg gengur vel. Allri steypuvinnu við hjúkrunarheimilið er lokið, flestir gluggar komnir í og byrjað að einangra þak og veggi. Innivinna gengur vel. Steypuvinnu er einnig lokið á þjónustumiðstöðinni og innivinna að hefjast. Fyrstu íbúðirnar hafa...

Undirritun verksamninga vegna eldhúss í Laugarási

Undirritun verksamninga vegna eldhúss í Laugarási

Undanfarnar vikur hafa miklar framkvæmdir verið í gangi hjá Hrafnistu í Laugarási. Þeirra stærst er stækkun og endurbætur á eldhúsinu. Aðstaða og tæki þar voru komin til ára sinna og ljóst að aðstæður væru þannig að ekki væri hægt að bæta við matreiðslu fyrir nýtt...

Framkvæmdir á A-3 Laugarási á lokametrunum

Framkvæmdir á A-3 Laugarási á lokametrunum

Á seinasta ári var samþykkt að breyta A-3 í Laugarási í dagdeild fyrir fólk með heilabilun og var ákveðið að taka hæðina í gegn og aðlaga húsnæðið að nýrri notkun. Mjög vel hefur tekist til með breytingarnar í húsnæði sem er rúmlega 60 ára gamalt og mun vinnu...

Byggingarnefnd og starfsmenn á verkstað

Byggingarnefnd og starfsmenn á verkstað

Við uppbyggingu fyrir aldraða við Sléttuveg starfar byggingarnefnd. Í henni sitja tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og tveir frá DAS. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitis og Agnar Guðlaugsson, deildarstjóri byggingadeildar...

Rekstur hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar færist til Hrafnistu

Rekstur hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar færist til Hrafnistu

Sjálfseignarstofnunin Skógarbær og Sjómannadagsráð hafa undirritað samning um að Hrafnista taki formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar þann 2. maí næstkomandi. Rebekka Ingadóttir hefur verið ráðinn forstöðumaður Skógarbæjar frá 1. maí. Til að byrja með...

Hrafnista tekur yfir rekstur dagdvalar á Ísafold

Hrafnista tekur yfir rekstur dagdvalar á Ísafold

Í gær var undirritaður samningur milli Garðabæjar og Sjómannadagsráðs þar sem Hrafnistu er falinn rekstur dagdvalar fyrir eldri borgara í þjónustumiðstöð hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ. Hrafnista hefur rekið hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ frá 1. febrúar...

Fasteignadeild fær nýja bíla

Fasteignadeild fær nýja bíla

Fasteignadeild Sjómannadagsráðs hefur umsjón með yfir 72.000 m2 húsnæðis í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá deildinni starfa 11 starfsmenn sem sinna hinum ýmsu verkefnum sem snúa að viðhaldi auk þess að vera með bakvakt, allan sólarhringinn, allt árið....

Skoðunarferð á Sléttuveginn

Skoðunarferð á Sléttuveginn

Starfsfólk á skrifstofu Sjómannadagsráðs fór í vettvangsferð á Sléttuveginn í hádeginu. Það er mikið um að vera á byggingasvæðinu og gaman að sjá uppbygginguna. Hér sést norðurhlið hjúkrunarheimilisins og er uppsteypa á efstu hæðinni að hefjast. Eitt af 99...

Stækkun eldhúss í Laugarási

Stækkun eldhúss í Laugarási

Í seinustu viku hófust framkvæmdir við stækkun eldhússins við Hrafnistu í Laugarási. Byggð verður viðbygging í portinu við Laugarásbíó með kjallara, sem samtals verður 1.017 m2 að stærð. Auk þess verður tækifærið notað til að fullnýta allt pláss sem mögulegt er,...

Undirritun lánssamnings vegna uppbyggingar við Sléttuveg

Undirritun lánssamnings vegna uppbyggingar við Sléttuveg

Sjómannadagsráð stendur um þessar mundir í stórræðum við uppbyggingu á aðstöðu fyrir aldraða við Sléttuveg. Áætlað er að fjárfesta fyrir vel á fjórða milljarð króna við fyrsta áfanga verkefnisins, en þar með telst ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða og 60 nýjar...

Samningur við Já-verk undirritaður

Samningur við Já-verk undirritaður

Í dag var undirritaður verksamningur við Já-verk um uppsteypu og utanhúsfrágang þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða við Sléttuveg. Í þessum áfanga er um að ræða 60 leiguíbúðir og 1700m² þjónustumiðstöð sem mun tengja saman hjúkrunarheimilið og íbúðahúsið. Samkvæmt...

Haustfundur Sjómannadagsráðs 2018

Haustfundur Sjómannadagsráðs 2018

Haustfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins var haldinn þriðjudaginn 13. nóvember s.l.. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Fundinn sóttu 26 fulltrúar í Sjómannadagsráði frá öllum 6 stéttarfélögum sjómanna sem eiga aðild að ráðinu. Á fundinum flutti formaður Hálfdan...

DAS-klúbburinn kominn á Facebook

Búið er að stofna DAS-klúbbinn sem hóp á Facebook www.facebook.com/dasklubburinn Klúbburinn er starfræktur fyrir íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum á vegum Naustavar. Félagar fá afslátt af mat hjá Hrafnistu og aðgang að félagsstarfi á...

Staðan í byrjun nóvember

Staðan í byrjun nóvember

Í byrjun hvers mánaðar sendum við dróna til að skoða framvinduna í byggingunni við Sléttuveg. Hér er myndbandið sem var tekið 2. nóvember. Eins og sjá má þá er búið að steypa alla fyrstu hæð og byrjað á þeirri næstu á hjúkrunarheimilinu. Einnig er verktakinn sem fer...

Nýr fjármálastjóri Hrafnistu og Sjómannadagsráðs

Kristján Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjámálasviðs (fjármálastjóri) Hrafnistuheimilanna og fjármálastjóri Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu. Með skipulagsbreytingu sem varð á skipuriti Hrafnistu þann 1. október s.l. er fjármálasvið eitt þriggja...

Steypuvinna á Sléttuvegi

Steypuvinna á Sléttuvegi

Búið er að steypa jarðhæðina á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg og farið að sjást í fyrstu hæðina.

Haustfagnaður Naustavarar í Hafnarfirði

Haustfagnaður Naustavarar í Hafnarfirði

Það var mikið fjör á haustfagnaði Naustavarar sem haldinn var fyrir íbúa á Hraunvangi 1 og 3 í Hafnarfirði í gær. Hjördís Geirs og Hafmeyjurnar héldu uppi fjörinu og skemmtu viðstöddum. Skemmtunin var haldin í Súðinni sem er á Hrafnistu og var vel...

Yfirlýsing vegna viðhalds á vegum í Hraunborgum

Yfirlýsing vegna viðhalds á vegum í Hraunborgum

Til lóðarhafa í Hraunborgum Grímsnesi Varðar: Viðhald á samþykktum vegum og vegaslóðum í Hraunborgum Grímsnesi Samkvæmt lóðarleigusamningum við lóðarhafa í Hraunborgum í Grímsnesi þá er það hlutverk lóðarleigusala (Sjómannadagsráð) að sinna viðhaldi samþykktra vega og...

Samið um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg

Samið um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg

Reykjavíkurborg og Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, undirrituðu í dag samning um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg í Reykjavík. Áður hafði borgin samið við Velferðarráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilisins og leitað í kjölfarið til...

Framkvæmdir við Sléttuveg

Framkvæmdir við Sléttuveg

Farmkvæmdir eru í fullum gangi við hjúkrunarheimilið á Sléttuveginum. Búið er að steypa alla sökkulveggi og fylling í sökkla langt komin. Botnplata er komin að hluta og kjallaraveggir eru að rísa í vestur-álmu. Reiknað er með að uppsteypu hjúkrunarheimilisins verði...

Sumarskemmtun Naustavarar í Boðaþingi

Sumarskemmtun Naustavarar í Boðaþingi

Í gær var í fyrsta sinn haldin Sumarskemmtun Naustavarar í Boðaþingi. Skemmtunin var opin öllum og var vel mætt. Hafmeyjurnar með Hjördísi Geirs og Steina Nikkara í fararbroddi héldu uppi fjörinu með söng, sögum, ljóðum, gríni og glensi. Skemmtunin var haldin í...

Púttmót Sjómannadagsráðs

Púttmót Sjómannadagsráðs

Púttmót Sjómannadagsráðs var haldið á golfvellinum Odda við Urriðavöll í Garðabæ í dag. Þátttaka var góð og voru eldhressir golfarar ekkert að láta veðurfarið trufla sig eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.       

Nýjir rekstaraðilar í Hraunborgum fá góð viðbrögð

Nýjir rekstaraðilar í Hraunborgum fá góð viðbrögð

Nýjir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri á þjónustumiðstöðinni í Hraunborgum og eru að fá góð viðbrögð við þeim breytingum sem átt hafa sér stað undanfarið. Hér er ein frétt sem birtist á Krom.is um upplifun af Hraunborgum.  ...

Vettvangsferð á Sléttuveginn

Vettvangsferð á Sléttuveginn

Starfsmenn Sjómannadagsráðs notuðu einn sólardaginn í ágúst til að kíkja í vettvangsferð, að skoða uppbygginguna á Sléttuveginum. Það er farið að móta fyrir grunni hjúkrunarheimilisins sem Hrafnista mun reka.  

Ánægja með Sjómannadaginn og Hátíð hafsins

Ánægja með Sjómannadaginn og Hátíð hafsins

Annað af meginhlutverkum Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins er að halda upp á Sjómannadaginn. Sjómannadagurinn er lögbundinn frídagur sjómanna og eru haldnar veglegar hátiðir um allt land til að heiðra sjómenn fyrir þeirra fórnfúsu störf og ekki síður til að...

Tækifæri í heilsueflandi þjónustu

Tækifæri í heilsueflandi þjónustu

Við viljum vekja athygli því að nýlega hófst bygging þjónustumiðstöðvar, hjúkrunarheimilis og leiguíbúða fyrir aldraða, við Sléttuveg í Reykjavík. Sjómannadagsráð, í samvinnu við Hrafnistu og Naustavör ehf., vinnur nú að þróun verkefnisins og þar sem stefnt er að því...

Hjúkrunarheimili við Sléttuveg – fyrsta steypa

Hjúkrunarheimili við Sléttuveg – fyrsta steypa

Í dag var enn einum áfanga náð í uppbyggingu fyrir aldraða við Sléttuveg.  Fyrstu steypubílarnir mættir á svæðið og steypt voru svokölluð þrifalög undir sökkla hjúkrunarheimilisins.  Steyptir voru 35m³ en reiknað er með að í heildina fari allt að 3170m³ af steypu í...

Nýtt Sjómannadagsblað komið út

Nýtt Sjómannadagsblað komið út

Sjómannadagsblað ársins 2018 er komið út og verður dreyft í hús á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar næstu daga. Mikið og gott efni er í blaðinu að þessu sinni. Hér má ýta á hlekk til að skoða blaðið: http://hrafnista.is/skjol/Sjomannadagsbladid2018...

Starfslok málara Sjómannadagsráðs og Hrafnistu

Starfslok málara Sjómannadagsráðs og Hrafnistu

Eymundur Magnússon málari Sjómannadagsráðs og Hrafnistu lætur af störfum 1. maí nk. eftir rúmlega 24 ára starfsaldur. Eymundur hefur ávallt sinnt starfi málarans af miklum dugnaði, fagmennsku og alúð, en handbragð hans má berlega sjá þegar gengið er um eignir...

Jarðvinna hafinn við nýtt Öldrunarsetur við Sléttuveg

Jarðvinna hafinn við nýtt Öldrunarsetur við Sléttuveg

Fyrsti liður verkframkvæmda á nýju Öldrunarsetri við Sléttuveg hófst í gær. Um er að ræða uppgröft og jarðvegskipti fyrir komandi byggingar. Stór og ánægjulegur áfangi eftir langt undirbúningsferli. Verkefnið er í höndum Borgarvirkis ehf. sem var lægstbjóðandi í...

Ráðstefna um lífsgæði aldraðra

Ráðstefna um lífsgæði aldraðra

          Ráðstefna um lífsgæði aldraðra fór fram þriðjudaginn 21. nóvember 2017. Ráðstefnan var haldin í tilefni af 80 ára afmæli Sjómannadagsráðs og því að 60 ár eru nú liðin frá vígslu Hrafnistu í Reykjavík, sem var fyrsta verkefnið í...

Þjónustuborð Hrafnistu Hafnarfirði endurbætt

Þjónustuborð Hrafnistu Hafnarfirði endurbætt

Endurbótum á þjónustuborði Hrafnistu Hafnarfirði er lokið. Rýmið var opnað betur, innréttingar endurnýjaðar, skipt um gólfefni og aðstaðan bætt til muna. Þjónustuborðið er það sem tekur á móti gestum og íbúum þegar komið er inn á hjúkrunarheimilið og því mikil prýði...

Undirritun samninga hönnuða Öldrunarseturs við Sléttuveg

Undirritun samninga hönnuða Öldrunarseturs við Sléttuveg

Það voru mörkuð tímamót í uppbyggingu Öldrunarseturs við Sléttuveg þegar skrifað var undir samninga við hönnuði verkefnisins. Fulltrúar hönnuða og Sjómannadagsráð hittust við það tækifæri í fundarsal Sjómannadagsráðs þar sem skrifað var undir samningana. Fyrir hönd...

Fyrsta áfanga af endurbótum Hrafnistu Hafnarfirði lokið

Fyrsta áfanga af endurbótum Hrafnistu Hafnarfirði lokið

Fyrir liggur að gera þarf breytingar á húsnæði Hrafnistu Hafnarfirði næstu árin. Bæta á aðbúnað og auka öryggi íbúa sem og bæta aðstöðu starfsfólks. Byrjað var á endurbótum á Hrafnistu Hafnarfirði vorið 2017. Þak hjúkrunarheimilis var endurnýjað og endurbætt....

Endurbætur á aðstöðu Hadddrætti DAS byrjaðar

Endurbætur á aðstöðu Hadddrætti DAS byrjaðar

Happdrætti DAS er stærsti bakhjarl Hrafnistu og Sjómannadagsráðs og er ein helsta ástæða fyrir öflugugri uppbygginu í þágu aldraðra. Byrjað var á endurbótum á aðstöðu Happdrættis DAS í haust, en flytja á alla starfsemina á fyrstu hæðina á Tjarnargötu 10. Skipt verður...

Endurbótum á hjúkrunarrýmum Hrafnistu Reykjavík haldið áfram

Endurbótum á hjúkrunarrýmum Hrafnistu Reykjavík haldið áfram

Undanfarin ár hefur verið unnið mikið verk í að endurbæta hjúkrunarými Hrafnistu Reykjavík til að uppfylla kröfur nútímans hvað aðbúnað, öryggi og starfsumhverfi varðar. Farið var í endurbætur á 5 hjúkrunarrýmum á Vitatorgi vor og sumar 2017 sömuleiðis var gólfefni á...

Fékk mynd af afa sínum, skipstjóranum

Fékk mynd af afa sínum, skipstjóranum

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fagnaði með íbúum og starfsmönnum í afmælishófi Hrafnistu í Hafnarfirði þegar 40 ára starfsafmælis heimilisins var minnst 5. júní. Við það tilefni afhenti Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, forsetanum...

Sjómannadagurinn 2017 í Reykjavík

Sjómannadagurinn 2017 í Reykjavík

Sjómannadagurinn 2017 í Reykjavík. Sjómannadagurinn í Reykjavík var haldinn hátíðlegur þann 11. júní s.l. Var þetta í áttugasta skipti sem haldið er uppá Sjómannadaginn, en hátiðardagskráin hófst við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossfvogskirkjugarð kl. 10.00...

Nýtt Sjómannadagsblað

Nýtt Sjómannadagsblað

Áttugasti árgangur Sjómannadagsblaðins 2017 hefur nú verið gefinn út og hefur blaðinu var blaðinu dreift á öll heimili sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu s.l. laugardag. Einnig er mögulegt skoða blaðið á vef Sjómannadagsins...

Dagskrá Sjómannadagsins 2017

Dagskrá Sjómannadagsins 2017

  Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur n.k. sunnudag þ. 11. júní. Dagskrá Sjómannadagsins verður með hefðbundnum hætti, en hún hefst formlega kl. 10.00 á sunnudag með minningarathöfn um týnda drukknaða sjómenn við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við...

Sjómannadagurinn og Hátíð hafsins

Sjómannadagurinn og Hátíð hafsins

Sunnudaginn 11. júní n.k. fara hátíðarhöld Sjómannadagsins fram venju samkvæmt. Sjómannadagurinn er lögbundinn frídagur sjómanna sem haldinn er fyrsta sunnudag júní mánaðar, nema þegar Hvítasunnu ber uppá sama dag en þá færist hann viku síðar. Eins og undanfarin ár er...

Nýr starfsmaður Sjómannadagsráðs

Nýr starfsmaður Sjómannadagsráðs

Reykjavíkurborg hefur gert samning við  Sjómannadagsráð um að hafa umsjón með undirbúningi, hönnun og byggingaframkvæmdum hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi í Reykjavík.  Ölduvör ehf. sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs sér um uppbyggingu á Sléttuveginum. Á svæðinu verða...

Nýr formaður Sjómannadagsráðs – Hálfdan Henrýsson

Nýr formaður Sjómannadagsráðs – Hálfdan Henrýsson

Aðalfundur Sjómannadagsráðs fór fram fimmtudaginn 11. maí s.l. Þar bar helst til tíðinda að að kosið var um nýjan formann stjórnar, en Guðmundur Hallvarðsson, sem verið hefur formaður stjórnar ráðsins frá árinu 1993 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Guðmundur kom...

Nýtt Öldrunarsetur við Sléttuveg að rísa

Nýtt Öldrunarsetur við Sléttuveg að rísa

Nýtt hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og leiguíbúðir fyrir aldraða rísa við Sléttuveg í Fossvogsdal Hjúkrunarheimili með rúmgóðum einstaklingsrýmum fyrir 99 íbúa. Í nýrri þjónustumiðstöð verður matarþjónusta, afþreying, tómstundir, heilsurækt, útivist og opið...

Ný heimasíða enn í vinnslu

Ný heimasíða enn í vinnslu

Ný heimasíða Sjómannadagsráðs er enn í vinnslu eins gestir síðunnar átta sig ef til vill á. Enn á eftir að vinna einstaka texta betur og ítarlegar og sumt á eftir að uppfæra til dagsins í dag. Heimasíðan hefur því hlutverki að gegna að veita upplýsingar um starfsemi...

Guðmundur H. Garðarsson færir Sjómannadagsráði málverk að gjöf.

Guðmundur H. Garðarsson færir Sjómannadagsráði málverk að gjöf.

Á sjómannadaginn, 5. júní sl., færði Guðmundur H. Garðarsson Sjómannadagsráði málverk að gjöf sem ber nafnið „STJÁNI BLÁI“,  eftir Finn Jónsson, til minningar um eiginkonu sína Ragnheiði Guðrúnu Ásgeirsdóttur. Við þökkum Guðmundi  kærlega fyrir þetta fallega málverk...

Pin It on Pinterest

Share This