Minningaröldur Sjómannadagsins

Árið 1996 reisti Sjómannadagsráð Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði. Letrað er á þann minnisvarða nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og annara sæfara að ósk ættingja eða útgerðar.  Minnisvarðinn er sameininlegt tákn um að við munum þá alla.  Á Sjómannadaginn 2007 höfðu 453 nöfn verið letruð á minningaröldurnar.

“Því ég kalla á þig með nafni”.
Og yfir land og ál
ber hið undurbjarta mál,
sem í ástúð vorsins mildar harma rótt.

Þorsteinn Hallgrímur Gunnarsson-MINNINGARSTEINN

Grein um minningaröldurnar úr Morgunblaðinu 1997

Grein um minningaröldurnar úr Morgunblaðinu 2005

Hafir þú einhverjar athugasemdir eða ábendingar vegna nafnalistans eða teljir einhvern vanti á þennan lista sem þú vilt koma á framfæri þá vinsamlegast biðjum við þig um að hafa samband við okkur á jona@hrafnista.is.

Pin It on Pinterest

Share This