Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur n.k. sunnudag þ. 11. júní. Dagskrá Sjómannadagsins verður með hefðbundnum hætti, en hún hefst formlega kl. 10.00 á sunnudag með minningarathöfn um týnda drukknaða sjómenn við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskirkju. Þá verður sjómannamessa í Dómkirkjunni sem hefst kl. 11.00 þar sem sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar ásamt biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir. Hátíðardagskrá Sjómannadagsins hefst síðan kl. 14.00 á aðalsviði við Grandagarð, en þar verður flutt tónlist Karlakórs Kjalnesinga, hátíðarræður og heiðrun sjómanna undir styrkri stjórn Gerðar G. Bjarklind, en hún stýrir athöfninni sem send verður beint út á Rás 1.

Á Hrafnsituheimilunum verður einnig fjölbreytt dagskrá í tilefni Sjómannadagsins, en dagskrá á hverju heimili má finna á heimsíðu Hrafnistu  www.hrafnista.is

Um helgin, nánar tiltekið á laugardag og sunnudag fer jafnframt fram borgarhátíðin Hátíð hafsins á Grandagarði í Reykjavík, sem Sjómannadagurinn er hluti af. Sagskrá hátíðarinna má finna hér, en ítarlegri upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðunni  www.hatidhafsins.is

Pin It on Pinterest

Share This