Happdrætti DAS er stærsti bakhjarl Hrafnistu og Sjómannadagsráðs og er ein helsta ástæða fyrir öflugugri uppbygginu í þágu aldraðra. Byrjað var á endurbótum á aðstöðu Happdrættis DAS í haust, en flytja á alla starfsemina á fyrstu hæðina á Tjarnargötu 10. Skipt verður um gólfefni, loftaklæðning löguð, innréttingar endurnýjaðar og aðstaðan löguð í heild sinni.