Undanfarin ár hefur verið unnið mikið verk í að endurbæta hjúkrunarými Hrafnistu Reykjavík til að uppfylla kröfur nútímans hvað aðbúnað, öryggi og starfsumhverfi varðar. Farið var í endurbætur á 5 hjúkrunarrýmum á Vitatorgi vor og sumar 2017 sömuleiðis var gólfefni á gangi endurnýjað og lagað. Baðherbergi voru stækkuð, lagnir og hreinlætistæki endurnýjuð, gólfefni endurnýjuð og margt fleira. Verkefnið var unnið með styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra og framlagi frá Sjómannadgasráði sem er eigandi húsnæðissins.
Hér má sjá myndir af framvæmdum.