Fasteignadeild Sjómannadagsráðs lauk nýverið við endurbætur á sjúkraböðum á Hrafnistu Hafnarfirði. Böðin voru upprunaleg eða frá því Hrafnista var byggð árið 1982. Miklar breytingar hafa orðið á starfsseminni síðan þá og nauðsynlegt að fara í úrbætur. Endurbætur fólust í því að þremur sjúkraböðum á 2., 3. og 4. hæð var breytt, öll sjúkraböð fjarlægð, aðstaðan stækkuð, sturtur settar í stað baða og öll aðstaða íbúa og starfsfólks bætt. Framkvæmdasjóður aldraðra styrkti framkvæmdirnar sem heppnuðust mjög vel.