Fyrir liggur að gera þarf breytingar á húsnæði Hrafnistu Hafnarfirði næstu árin. Bæta á aðbúnað og auka öryggi íbúa sem og bæta aðstöðu starfsfólks. Byrjað var á endurbótum á Hrafnistu Hafnarfirði vorið 2017. Þak hjúkrunarheimilis var endurnýjað og endurbætt. Framkvæmdir hófust í maí og var lokið núna í október. Verkið gekk ágætlega þó svo að veður hafi sett strik í framkvæmdir. Framkvæmdin var gerð með styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra og með framlagi frá Sjómannadagsráði sem er eigandi byggingarinnar. Næstu verk eru svo að byrja framkvæmdir á endurskipulagi innanhúss.

Hér má sjá myndir frá framkvæmdum.

 

Pin It on Pinterest

Share This