Ráðstefna um lífsgæði aldraðra fór fram þriðjudaginn 21. nóvember 2017. Ráðstefnan var haldin í tilefni af 80 ára afmæli Sjómannadagsráðs og því að 60 ár eru nú liðin frá vígslu Hrafnistu í Reykjavík, sem var fyrsta verkefnið í uppbyggingarsögu Sjómannadagsráðs.
Ráðstefnan fór fram í Silfurbergi í Hörpu. Fyrir hádegi var áherslan lögð á starfsfólk í velferðar- og heilbrigðisþjónustu en eftir hádegi var almenningi boðið að slást í hóp ráðstefnugesta og njóta dagskrárinnar.
Ráðstefnan var einkar vel sótt, en rúmlega 400 manns hlýddu á fróðleg og gagnleg erindi um lífsgæði aldraðra. Þar með telst þessi viðburður vera með fjölmennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið á Íslandi um málefni aldraðra.
Fram komu meðal annars forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heilbrigðisráðherra ‚Óttarr Proppe, auk reynslubolta úr starfsemi Sjómannadagsráðs og Hrafnistu, fulltrúa Landspítala, skemmtikraftar, og rithöfundur svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefnustjóri var Gísli Einarsson fjölmiðlamaður, sem fór einkar vel með hlutverk sitt.
Hér að neðan má sjá myndir frá ráðstefnunni.