Sjómannadagurinn 2017 í Reykjavík.

Sjómannadagurinn í Reykjavík var haldinn hátíðlegur þann 11. júní s.l.

Var þetta í áttugasta skipti sem haldið er uppá Sjómannadaginn, en hátiðardagskráin hófst við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossfvogskirkjugarð kl. 10.00 þar sem týndra drukknaðra sjómanna var minnst og síðan var haldið í Sjómannamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Eftir hádegið færðist dagskráin á Grandagarð og hófst þar Hátíðardagskrá Sjómannadagsins kl. 14.00 þar sem 4 sjómenn voru heiðraðir. Karlakór Kjalnesinga söng og kynnir eins og undanfarin ár var Gerður G. Bjarklind. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir , Sjávarútvetgsráðherra futti ávarp og Halfdán Henrysson formaður Sjómannadagsráðs hélt utan um heiðrun sjómanna.

Eftirtaldir voru heiðraðir í ár:

  • Albert Sigtryggsson – Sjómannafélag Íslands
  • Björn Árnason – Sjómannafélag Íslands
  • Gunnar Gunnarsson – Félag skipstjórnarmanna
  • Sveinn Kristinsson – Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna.

Einnig voru veitt verðlaunin Neistinn frá félagi vélstjóra- og málmtæknimanna fyrir góða umgengni og öryggi í vélarrúmi. Neistinn hlaut Ólafur Már Eyjólfsson yfirvélstjóri á bv. Helgu Maríu AK-16.

Sjá einnig myndband  

https://app.frame.io/f/YFfzuXQQ

Pin It on Pinterest

Share This