Eymundur Magnússon málari Sjómannadagsráðs og Hrafnistu lætur af störfum 1. maí nk. eftir rúmlega 24 ára starfsaldur. Eymundur hefur ávallt sinnt starfi málarans af miklum dugnaði, fagmennsku og alúð, en handbragð hans má berlega sjá þegar gengið er um eignir Sjómannadagsráðs. Eymundur hefur kappkostað við að halda útliti og yfirbragði Hrafnistu heimilanna sem allra bestu og verið mikilvægur hlekkur í að herbergjaviðhald gangi  snuðrulaust fyrir sig. Eymundur byrjaði sína vinnu fyrir Hrafnistu sem verktaki en ílengdist í vinnu sem endaði á að hann réði sig inn sem málara um miðjan aldur. Eymundur hafði áður eins og margir á þessum tíma stundað sjóinn stíft en ákveðið að koma í land að vinna. Eymundur er litríkur og skemmtilegur persónuleiki sem mikil heiður er að hafa fengið að kynnast. Sjómannadagsráð og Hrafnista þakkar honum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félaganna og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Pin It on Pinterest

Share This