Endurbótum á þjónustuborði Hrafnistu Hafnarfirði er lokið. Rýmið var opnað betur, innréttingar endurnýjaðar, skipt um gólfefni og aðstaðan bætt til muna. Þjónustuborðið er það sem tekur á móti gestum og íbúum þegar komið er inn á hjúkrunarheimilið og því mikil prýði af því í dag eftir endurbætur.
Myndir af endurbótum má sjá hér að neðan.