Þriggja barna móðir úr Grafar­vogi datt í lukkupott­inn þegar aðal­vinn­ing­ur­inn var dreg­inn út í Happ­drætti DAS í dag. En hún vann sam­tals 15 millj­ón­ir króna.Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að aðal­vinn­ing­ur­inn hafi sam­tals verið 30 millj­ón­ir króna. Vinn­ings­haf­inn átti ein­fald­an miða í vin­ings­núm­er­inu og vann því 15 millj­ón­ir skatt­frjáls­ar.„Varð hún að von­um orðlaus og átti erfitt með að trúa þessu. Var hún full­vissuð um að þetta væri ekki ára­móta­hrekk­ur,“ að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. Í janú­ar verður næsti 30 millj­óna króna vinn­ing­ur­inn dreg­inn út en í allt verða 113 millj­ón­ir dregn­ar út þann mánuðinn en út­drætt­ir verða fimm tals­ins.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/12/28/15_milljona_aramotagladningur/

www.das.is

 

Pin It on Pinterest

Share This