Það upplýsist hér með að Sjómannadagsráð hefur selt fasteignir félagsins við Stofusund 1 (þjónustumiðstöð/sundlaug/tjaldstæði) auk allra orlofshúsa félagsins við Húsasund í Hraunborgum Grímsnesi. Landareignin verður eftir sem áður eign Sjómannadagsráðs.

Nýjir eigendur og rekstraraðilar eru þau Drífa Björk Linnet & Halli Logi í Búðasundi (Vacation in Iceland ehf) sem taka nú við rekstri þjónustumiðstöðvar, sundlaugar, tjaldstæða og orlofshúsa frá og með 9. maí 2018. Nýir eigendur gera ráð fyrir að reka áfram þjónustu á sömu nótum og áður en með einhverjum áherslubreytingum sem einkum verða gerðar til þess að bæta þjóustuna.

Með þessari breytingu mun Sjómannadagsráð framvegis aðeins gegna hlutverki landareiganda og lóðarleigusala á frístundahúsasvæðinu í Hraunborgum.

Við óskum nýjum eigendum velfarnaðar og hvetjum alla hagsmunaaðila til að kynna sér vel þá þjónustu sem boðin verður af nýjum eigendum.

Pin It on Pinterest

Share This