Til lóðarhafa í Hraunborgum Grímsnesi
Varðar: Viðhald á samþykktum vegum og vegaslóðum í Hraunborgum Grímsnesi
Samkvæmt lóðarleigusamningum við lóðarhafa í Hraunborgum í Grímsnesi þá er það hlutverk lóðarleigusala (Sjómannadagsráð) að sinna viðhaldi samþykktra vega og vegslóða innan frístundahúsasvæðisins. Í framhaldi af fyrirspurnum sem hafa borist, þá vill Sjómannadagsráð taka fram að botnlangar frá vegum að orlofshúsum eru sameiginlegar innkeyrslur lóðarhafa og því ekki skilgreindir sem samþykktir vegir eða vegslóðar. Innkeyrslur falla undir lóðarhafa að sjá um og mun Sjómannadagsráð því ekki sinna viðhaldi þeirra.