Skrifstofu Sjómannadagsráðs og Naustavarar verður lokað tímabundið vegna tilmæla almannavarna til íbúa höfuðborgarsvæðisins. Verður skrifstofan lokuð út þessa viku og staðan endurmetin næstu helgi og tilkynnt um framhaldið.

Við minnum á að starfsmenn Naustavarar og Sjómannadagsráðs munu halda áfram að sinna störfum sínum eins og hægt er og þjónustusíminn 585 9300 er opinn eins og vant er. Einungis verður bráðnauðsynlegum viðhaldsverkefnum sinnt á meðan þetta ástand varir til að draga úr umgangi inn í og á milli íbúðanna.

Einnig viljum við ítreka til íbúa Naustavarar að mjög mikilvægt er að tilkynna til okkar í síma 585 9300 ef þeir fara í sóttkví vegna gruns um smit eða í einangrun vegna smits.

Að lokum viljum við þakka fyrir þolinmæðina og skilninginn sem við okkur hefur verið sýndur vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til vegna Covid-19 faraldursins og minnum alla á að fara eftir leiðbeiningum landlæknis um sóttvarnir og lágmarka heimsóknir

Pin It on Pinterest

Sjómannadagsráð
Share This