Sjómannadagsráð var stofnað 25. nóvember 1937 og hefur því starfað samfellt í 83 ár. Það hefur skapast sú hefð hjá Hrafnistu að bjóða upp á kótilettur í hádegismat á fimmtudegi nálægt afmælinu. Á kótilettudeginum hefur kótilettumeistarinn verið krýndur eftir ægilegt kappát. Í ár fengu allir kótilettur en ekkert var kappátið. Það þurfti að fella það niður, líkt og hefðbundin hátíðahöld sjómannadagsins. Einnig hafa miklar takmarkanir á heimsóknum á Hrafnistuheimilin frá upphafi faraldursins aukið álag á starfsmenn og íbúa heimilanna en hingað til hefur gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar, þrátt fyrir að nokkur smit hafi borist inn á heimilin.
Afmælisbarnið lætur þó engan bilbug á sér finna og blómstar starfsemin. Í febrúar var nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg var opnað og var full starfsemi komin í gang nokkrum vikum seinna. Á heimilinu búa 99 íbúar á 11 deildum og hefur starfsemi heimilisins gengið vel frá upphafi. Um haustið voru 60 nýjar leiguíbúðir við Sléttuveg komnar í útleigu og nú eru allir fluttir inn í þessi glæsilegu hús. Hafin er vinna við stækkun hjúkrunarheimilisins við Nesvelli í Reykjanesbæ og ennfremur er byrjað að hanna 80 leiguíbúðir í viðbót við Sléttuna.
Það er því bjart framundan í starfsemi Sjómannadagsráðs.
Frá kótilettumeistarakeppninni 2019