Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík sunnudaginn 12. júní nk. Það eru Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim sem eru bakhjarlar hátíðarinnar.
“Sjómannadaginn ber upp þann 12. júní í ár þar sem hann er ávallt haldinn eftir
hvítasunnuhelgina. Við ætlum að gera daginn eftirminnilegan fyrir gesti og gangandi,
enda hefur hátíðin fest sig í sessi og verður æ fjölmennari ár frá ári. Það sem vakir ekki
síður fyrir okkur er að kynna þessa mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga og gefa
fólki innsýn í starfsemina”, segir Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs.
Sjómannadagurinn hefur verið kynntur sem hluti af Hátíð hafsins undanfarin ár og hafa
hátíðahöldin staðið yfir 2 daga. Í ár verður þó Sjómannadagurinn sjálfur látinn duga og
öllu tjaldað til á sjálfan hátíðardaginn.
“Tenging okkar við sjóinn er mikilvægur þáttur í þjóðarsál okkar íslendinga. Markmið er
að stuðla að enn frekari tengingu í gegnum leik, listir, fræðslu og skemmtun. Það er ósk mín að
að dagurinn verði ógleymanlegur”, segir Aríel.
Sjómannadagurinn er einn af stærri hátíðisdögum Reykjavíkurborgar, en rúmlega
40.000 manns lögðu leið sína að höfninni á Grandagarði síðast þegar dagurinn var haldinn hátíðlegur árið 2019. Dagskrá dagsins má finna hér.