Nýr starfsmaður tók til starfa hjá Fasteignadeild Sjómannadagsráðs 1. júní.
Hann heitir Karl Stefánsson og er rafvirkjasveinn sem starfað hefur á Akureyri undanfarin ár. Hann er nú fluttur í Hafnarfjörð og bætist í góðan hóp iðnaðarmanna hjá okkur.
Karl hefur starfað sem verktaki á Sjúkrahúsi Akureyrar í nokkur ár og þekkir því vel til viðkvæmrar starfsemi eins og er á hjúkrunarheimilum okkar.
Við bjóðum Kalla velkomin til starfa.