Aðventuvagn Þjóðleikhússins kom við á Brúnaveginum í gær og flutti hina geysi skemmtilegu dagskrá: Samt koma jólin. Margir íbúar á Brúnavegi 9 létu ekki kuldann á sig fá og nutu dagskrárinnar. Gestir úr nágrenninu stoppuðu við og var dagskránni samtímis streymt hjá Hrafnistu í Laugarási. Kærar þakkir til Þjóðleikhússins að brydda upp á þessari nýung og verður vagninn á ferðinni á Sléttuveginum og í Boðaþingi á næstu dögum.

Pin It on Pinterest

Share This