Fasteignadeild Sjómannadagsráðs hefur umsjón með yfir 72.000 m2 húsnæðis í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá deildinni starfa 11 starfsmenn sem sinna hinum ýmsu verkefnum sem snúa að viðhaldi auk þess að vera með bakvakt, allan sólarhringinn, allt árið. Daglegt viðhald er um 85% verkefna deildarinnar og 15% eru framkvæmdir og verkefni á vegum fasteignadeildar.

Stór hluti verkefna fasteignadeildar er að sinna viðhaldi og útköllum frá Hrafnistuheimilunum þar sem krefjandi starfsemi fer fram allan sólarhringinn allt árið um kring. Hátt í eitt þúsund verkbeiðnir berast á hverju ári.

Eitt af verkefnum fasteignadeildarinnar er að sinna bakvakt sem er til taks frá utan venjulegs vinnutíma og eru um 5-10 útköll á mánuði ásamt fjölda símtala.

Til að geta sinnt öllum þessum verkefnum vel þarf góðan bílaflota en bílafloti fasteignadeildarinnar var orðinn gamall. Nýverið var tveimur bílum skipt út fyrir nýja Ford Transit Connect.

 

Pin It on Pinterest

Share This