Það verður margt um að vera í kringum Reykjavíkurhöfn á Sjómannadaginn. Tvö útisvið verða sett upp. Annað sviðið er við Brim og hitt á Grandagarði. Þar stíga tónlistarmenn og leikarar á stokk milli kl. 13.00 – 16.00 og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Að auki er fjölbreytt dagskrá allan daginn og nær hátíðarsvæðið frá Hörpu að útilistaverkinu Þúfunni. Meðal þess sem boðið veður upp er sigling með varðskipinu Þór kl. 11.00, 13.00 og 15.00. Heiðrun sjómanna verður í Hörpu kl. 14.00.

Margt annað skemmtilegt verður í boði, t.d. koddaslagur, reipitog, kraftakeppni, andlitsmálning, Sirkus Íslands, fiskisúpusmakk og margt fleira.

Hér birtast nánari uppýsingar um dagskrána.

Pin It on Pinterest

Share This