Haustfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins var haldinn þriðjudaginn 13. nóvember s.l.. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Fundinn sóttu 26 fulltrúar í Sjómannadagsráði frá öllum 6 stéttarfélögum sjómanna sem eiga aðild að ráðinu.
Á fundinum flutti formaður Hálfdan Henrýsson skýrslu um starsfemina og Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri skýrslu um framkvæmd Sjómannadagsins 2018. Þá var einnig kosið í kjörbréfanefnd ráðsins og ritnefnd Sjómannadagsblaðsins.
Á fundinum vor samþykktar þrjár ályktanir sem allar snéru að því að afla heimildar ráðsins til að halda áfram að vinna að öðru af höfuðmarkmiðum þess, sem er að afla fjár til að reisa og byggja upp aðstöðu fyrir aldraða.

   

 

Pin It on Pinterest

Share This