Haustfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins var haldinn þriðjudaginn 19. nóvember s.l. á Hrafnistu í Laugarási. Fundinn sóttu 29 fulltrúar frá öllum 6 stéttarfélögum sjómanna sem eiga aðild að Sjómannadagsráði.
Áður end fundur hófst var fundarmönnnum boðið að skoða nýtt og endurbætt eldhús sem Sjómannadagsráð hefur látið framkvæma og mun afhenda Hrafnistu til reksturs.

Á fundinum flutti formaður Hálfdan Henrýsson skýrslu um starfsemina og Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu um framkvæmd Sjómannadagsins 2019. Á fundinum var einnig kosið í kjörbréfanefnd ráðsins og ritnefnd Sjómannadagsblaðsins.

Undir liðnum önnur mál var rætt um ýmis hagsmunamál félagsins, þó einkum þau er snúa að fjármögnun reksturs hjúkrunarheimilanna.

 

Pin It on Pinterest

Share This