Haldið var upp á sjómannadaginn 2024 samkvæmt venju. Dagurinn hófst á minningarathöfn við Fossvogskirkju, þar sem sjómanna sem farist hafa við störf á sjó var minnst. Að þeirri athöfn lokinni var haldið í sjómannamessu í Dómkirkjunni. Síðar um daginn voru sjómenn heiðraðir við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Vegna eldgosa við Grindavík, bauð Sjómannadagsráð Grindvíkingum að taka þátt í hátíðarhöldunum í Reykjavík og voru því tíu sjómenn heiðraðir við athöfnina í Hörpu. Það eru:
Ragnar Blöndal Birgisson
Sigurdór Friðjónsson
Guðmundur Haraldsson
Jóhannes Ellert Eiríksson
Brynjar Viggósson
Magnús Viðar Helgason
Frá Grindavík:
Ármann B. Ármannsson
Njáll Þorbjarnarson
Jóhanna A. Sigurðaradóttir
Hólmgeir Jónsson
Að lokum var fráfarandi forseti Guðni Th. Jóhannesson sæmdur heiðursorðu Sjómannadagsráðs sem þakklætisvottur fyrir sýndan hlýhug og velvild í garð sjómanna á öllu landinu. Einnig var honum færð afsteypa af styttunni Horft til hafs eftir Inga Þ. Gíslason.