Í dag var enn einum áfanga náð í uppbyggingu fyrir aldraða við Sléttuveg.  Fyrstu steypubílarnir mættir á svæðið og steypt voru svokölluð þrifalög undir sökkla hjúkrunarheimilisins.  Steyptir voru 35m³ en reiknað er með að í heildina fari allt að 3170m³ af steypu í bygginguna. Uppsteypa hjúkrunarheimilisins er í höndum verktakafyrirtækisins Mannverks sem var lægstbjóðandi í verkið. Samkvæmt tímaáætlun á uppsteypu að vera lokið fyrir árslok 2018.

Pin It on Pinterest

Share This