Í gær var undirritaður samningur milli Garðabæjar og Sjómannadagsráðs þar sem Hrafnistu er falinn rekstur dagdvalar fyrir eldri borgara í þjónustumiðstöð hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ. Hrafnista hefur rekið hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ frá 1. febrúar 2017. Þann 1. apríl n.k. færist rekstur dagdvalar formlega yfir til Hrafnistu og gildir samningurinn ársloka 2028.
Engar breytingar verða á starfsemi dagdvalarinnar við skiptin en horft er til tækifæra í hagræðingu og bættri þjónustu.
Dagdvölin í Garðabæ verður fjórða dagdvölin Hrafnista rekur. Fyrir eru almennar dagdvalir í Hafnarfirði (26 rými) og Boðaþingi (30 rými) auk dagþjálfunar í Laugarásnum (30 rými).
Í maí bætast svo við 30 rými í dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun, þegar lokið verður við breytingar á hjúkrunardeildinni Viðey, Hrafnistu Laugarási.

 

Pin It on Pinterest

Share This