Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Sjómannadagsráði hlýjar kveðjur í kjölfar tilkynningar um að hefðbundin dagskrá Sjómannadagsins árið 2020 fellur niður. Hann minnir okkur réttilega á, að hvert og eitt okkar getur fagnað því að ekki hefur orðið mannskaði við Íslands strendur undanfarin ár, um leið og við minnumst þeirra sem hafið tók á árum áður.
Sjómannadagsráð tekur undir hvatningu Guðna og þakkar góðar kveðjur.
Sjá má mynd af bréfi Guðna hér fyrir neðan.