Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs og Hleðsluvaktin, sem sérhæfir sig í uppsetningu og þjónustu á rafhleðslustöðvum fyrir rafbíla, hafa gert með sér samning. Samningurinn kveður á um uppsetningu á allt að 4 nýjum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla við leiguíbúðir Naustavarar.

Leiguíbúðir Naustavarar eru hluti af lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk, þar sem því gefst kostur á að búa í sérhönnuðum og vel útbúnum íbúðum með góðu aðgengi að þjónustu og afþreyingu í öruggu umhverfi. Starfsfólk Naustavarar hefur fundið fyrir aukinni notkun rafbíla og þörf á fleiri hleðslustöðvum fyrir þá. Markmið Naustavarar er að veita íbúum fjölbreytta þjónustu og öruggt umhverfi til búsetu á efri árum og þessi samningur er góð viðbót við þau markmið.

Hleðslustöðvarnar sem verða settar upp við Boðaþing 22-24, Sléttuveg 27,
Hraunvang 1-3 og Brúnaveg 9 geta annað allt að tveimur bílum í einu.

Þeir Björgvin Jónsson frá Naustavör og Hilmir Ingi Jónsson frá Hleðsluvaktinni undirrituðu samninginn föstudaginn 4 júní síðastliðinn og eru báðir ánægðir með samstarfið og spenntir fyrir framhaldinu.

Pin It on Pinterest

Share This