Þröstur V. Söring hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs og tók hann til starfa nú um áramótin. Fasteignir í umsjá SDR telja um 100.000 fermetra og fyrirhugaðar eru umtalsverðar framkvæmdir á næstu misserum og árum, m.a. vegna viðhalds og stækkunar Hrafnistuheimila og byggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri á vegum Naustavarar.

Þröstur er húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur frá VIA University College í Danmörku. Frá árinu 2020 starfaði hann sem framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá Framkvæmdasýslunni – ríkiseignum þar sem hann fór fyrir hópi verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og annarra sérfræðinga sem stýra byggingu flestra mannvirkja sem ríkisvaldið ræðst í. Áður starfaði Þröstur hjá Isavia sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli, sérfræðingur hjá Flugmálastjórn Íslands, staðarstjóri hjá byggingarfélaginu Kambi og sem sjálfstætt starfandi byggingaverktaki.

Við bjóðum Þröst hjartanlega velkominn til starfa og væntum mikils af reynslu hans og þekkingu í þeim viðamiklu verkefnum sem eignasvið SDR tekst á við alla daga.

 

Pin It on Pinterest

Share This