Rekstraraðili sjúkraþjálfunar og heilsuræktar óskast
Nánari upplýsingar eru hér: https://naustavor.is/slettan-sjukrathjalfun/
Sjómannadagsráð leitar að framsæknum, jákvæðum og skipulögðum aðila til að sjá um rekstur á sjúkraþjálfun og heilsurækt, auk annarrar heilsueflandi starfsemi, í þjónustumiðstöðinni Sléttunni.
Um er að ræða leigu á um 400m2 rými sem samanstendur af meðferðarrýmum fyrir sjúkraþjálfun, kennslusal og fullbúnum tækjasal með tækjum til líkamsræktar, þar á meðal nýjum HUR tækjum af bestu gerð.
Um er að ræða leigu á um 400m2 rými sem samanstendur af meðferðarrýmum fyrir sjúkraþjálfun, kennslusal og fullbúnum tækjasal með tækjum til líkamsræktar, þar á meðal nýjum HUR tækjum af bestu gerð.
Á Sléttunni fer fram fjölbreytt starf fyrir eldri borgara. Þjónustumiðstöðin Sléttan heldur uppi fjölbreyttu tómstunda- og félagsstrafi. Þar er mötuneyti og kaffihús, ásamt hárgreiðslustofu og fótaaðgerðastofu. Einnig er rekin lítil verslun í anddyrinu.
Sambyggt þjónustumiðstöðinni eru leiguíbúðir Naustavarar. Á Sléttuvegi 27 eru 60 íbúðir sem voru teknar í notkun árið 2020 og á Skógarvegi 4 og 10 er verið að byggja 87 íbúðir. Búið er að afhenda íbúðirnar á Skógarvegi 10, en íbúðirnar á Skógarvegi 4 verða afhentar í október.
Í nágrenninu eru fjölmargar íbúðir fyrir aldraða og sækja íbúar þeirra þjónustu á Sléttuna.
Nánari upplýsingar eru hér