Sjómannadeginum í Hafnarfirði var fagnað með hátíðarhöldum við Flensborgarhöfn.

Hafnarfjarðarhöfn bauð uppá skemmtisiglingu með Eldey, Björgunarsveit Hafnarfjarðar setti upp björgunarleiktæki, fjölmargir prófuðu kajaka og árabáta hjá Siglingaklúbbnum Þyt, Hafrannsóknastofnun var með opið hús og fiskasýningu fyrir framan höfuðstöðvar sínar.

Þrír sjómenn voru heiðraðir:
Ólafur F. Ólafsson
Vigfús Björgvinsson
Örn Ólafsson

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir lagði blómsveig að minnismerki um látna sjómenn.

Á myndinni eru:

Karel Karelsson, Kristín Jensdóttir, Örn Ólafsson, Ólafur F Ólafsson, Ágústa Kjartansdóttir, Vigfús Björgvinsson, Kristín Ósk Kristinsdóttir og Lúðvík Geirsson.

Pin It on Pinterest

Share This