Starfsfólk á skrifstofu Sjómannadagsráðs fór í vettvangsferð á Sléttuveginn í hádeginu. Það er mikið um að vera á byggingasvæðinu og gaman að sjá uppbygginguna.

Hér sést norðurhlið hjúkrunarheimilisins og er uppsteypa á efstu hæðinni að hefjast.

Eitt af 99 herbergjunum á hjúkrunarheimilinu. Enn vantar milliveggi. Fremst er baðherbergi og er skipting milli herbergja á milli stóru glugganna.

Horft meðfram austurhlið hjúkrunarheimilisins og í áttina að þjónustumiðstöðinni sem verður á tveimur hæðum.

Matsalurinn skoðaður en hann verður á neðri hæð þjónustumiðstöðvarinnar. Stiginn liggur upp á efri hæðina þar sem gengið verður inn frá norðri.

Hafin er uppsteypa á leiguíbúðunum og er vinnu við undirbúning á botnplötu að ljúka.

Pin It on Pinterest

Share This